Innlent

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðahald yfir Hosmany

Hosmany Ramos býr við talsvert betri kost á Íslandi en í Brasilíu.
Hosmany Ramos býr við talsvert betri kost á Íslandi en í Brasilíu.

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir brasilíska lýtalækninum Hosmany Ramos en hann kom hingað til lands í ágúst á vegabréfi bróður síns. Hann var að koma frá Noregi og á leiðinni til Kanada þegar tollgæslan stöðvaði för hans. Ramos var í kjölfarið dæmdur í 30 daga fangelsi hér á landi fyrir að framvísu vitlausu vegabréfi.

En málið flæktust talsvert eftir að í ljós kom að Hosmany hafði hlotið 30 ára fangelsisdóm í Brasilíu fyrir rán, mannrán, skjalabrot og mótþróa við handtöku. Hosmany er einhver frægasti fangi Brasilíu en hann var vel efnaður auk þess sem hann hefur skrifað nokkrar bækur um hrikalegan aðbúnað fanga í landinu.

Brasilísk stjórnvöld hafa lagt fram framsalsbeiðni til íslenskra yfirvalda. Enginn samningur er á milli ríkjanna um slíkt en dómsmálaráðuneytið kannar gögnin engu að síður. Þangað til skal Hosmany sitja í gæsluvarðhaldi, eða til 2. október.

Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að það sé mat lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að lagaskilyrðum sé fullnægt til þess að halda honum í gæsluvarðhaldi á meðan beiðni sé skoðuð, og svo segir orðrétt: „[...] enda hafi kærði verði sakfelldur og dæmdur fyrir svívirðileg afbrot í heimalandi sínu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×