Yngstu starfsmennirnir verða oftast veikir 2. september 2009 11:28 Í nýrri könnun sem samtök vinnuveitenda í Danmörku (Dansk Erhverv) hafa gert meðal félagsmanna sinna kemur í ljós að það eru yngstu starfsmennirnir sem eru oftast forfallaðir í vinnu sinni vegna veikinda. Yfirleitt hefur verið talið að þessu sé öfugt farið og að veikindaforföll aukist með aldrinum. Fram kemur í könnuninni að það eru starfsmenn undir fertugu sem hækka meðaltal þeirra starfsmanna sem tilkynna sig veika frá vinnu í Danmörku. Tvö af hverjum þremur fyrirtækjum í Danmörku hafa þessa reynslu af veikindum starfsmanna sinna. Hinsvegar sögðu aðeins eitt af hverjum fimm fyrirtækjum að veikindi hjá sér væru meiri meðal þeirra sem voru eldri en fertugir. Og ef viðmiðunarmörkin eru sett við þá sem eru fimmtugir eða eldri kemur í ljós að aðeins eitt af hverjum 20 fyrirtækjum í Danmörku segir þann hóp fjölmennari en yngri starfsmenn hvað veikindaforföll varðar. Könnunin leiddi ennfremur í ljós að veikindaforföll eru algengust meðal þess starfsfólks sem ber minnsta ábyrgð á vinnustað sínum og hefur hvað minnst um starf sitt að segja. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Í nýrri könnun sem samtök vinnuveitenda í Danmörku (Dansk Erhverv) hafa gert meðal félagsmanna sinna kemur í ljós að það eru yngstu starfsmennirnir sem eru oftast forfallaðir í vinnu sinni vegna veikinda. Yfirleitt hefur verið talið að þessu sé öfugt farið og að veikindaforföll aukist með aldrinum. Fram kemur í könnuninni að það eru starfsmenn undir fertugu sem hækka meðaltal þeirra starfsmanna sem tilkynna sig veika frá vinnu í Danmörku. Tvö af hverjum þremur fyrirtækjum í Danmörku hafa þessa reynslu af veikindum starfsmanna sinna. Hinsvegar sögðu aðeins eitt af hverjum fimm fyrirtækjum að veikindi hjá sér væru meiri meðal þeirra sem voru eldri en fertugir. Og ef viðmiðunarmörkin eru sett við þá sem eru fimmtugir eða eldri kemur í ljós að aðeins eitt af hverjum 20 fyrirtækjum í Danmörku segir þann hóp fjölmennari en yngri starfsmenn hvað veikindaforföll varðar. Könnunin leiddi ennfremur í ljós að veikindaforföll eru algengust meðal þess starfsfólks sem ber minnsta ábyrgð á vinnustað sínum og hefur hvað minnst um starf sitt að segja.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira