Viðskipti erlent

Líkir hlutabréfum SAS við Hubba Bubba tyggjó

Markaðsstjóri flugfélagsins Ryanair á Norðurlöndunum, Erik Elmsätser, líkir hlutabréfum í SAS flugfélaginu við Hubba Bubba tyggjó. Hann segir að um leið og hluturinn í SAS fer niður í sama verð og stykkið af Hubba Bubba muni Lufthansa slá til og kaupa SAS.

Í frétt um málið á vefsíðuinni e24.no segir að á járnbrautarstöðvum í Osló sé nú hægt að kaupa pakka af Hubba Bubba á 10 norskar kr. Í pakkanum séu fimm stykki af tyggjó þannig að stykkið kostar 2 nkr. Hinsvegar stendur hlutinn í SAS nú í 2,75 nkr. í kauphöllinni í Osló.

„Ef kaupa á SAS í heilu lagi mun Lufthansa að sjálfsögðu bíða með tilboð sitt í hlutabréf SAS þar til þau eru orðin litlu verðmeiri en eitt Hubba Bubba stykki," segir Erik Elmsätser.

Það kemur ennfremur fram í máli markaðsstjórans að hann telji að SAS muni aldrei ná að vaxta að nýju miðað við núverandi aðstæður. Slíkt gangi ekki upp.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×