Enski boltinn

Mourinho: Ég væri til í að taka við Manchester United

Ómar Þorgeirsson skrifar
José Mourinho.
José Mourinho. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn málglaði José Mourinho hjá Ítalíumeisturum Inter hefur viðurkennt að hann sé meira en til í að taka við Manchester United.

Forráðamenn Englandsmeistaranna þurfi bara að ákveða hvort að þeir vilji fá sig þegar Sir Alex Ferguson ákveði loks að hætta en hinn 67 ára gamli Skoti hefur látið í ljós að hann vilji hætta árið 2012.

„Ég væri til í að taka við Manchester United en forráðamenn félagsins verða að ákveða hvort að það eigi að verða um leið og Ferguson ákveður að hætta. Ef svo færi þá væri ég til, að sjálfsögðu. Ég elska England og enskir stuðningsmenn eru frábærir og búa til mjög sérstakt andrúmsloft," er haft eftir Mourinho í Daily Mirror.

Það hefur heldur ekki farið framhjá Mourinho að Chelsea hefur mistekist að vinna ensku úrvalsdeildina eftir að hann hætti hjá félaginu fyrir tveimur árum.

„Ég og Chelsea áttum mörg samtöl saman áður en ég ákvað að sækja um skilnað. Það var erfitt því við elskuðum hvort annað en ákváðum á endanum að fara hvort í sína áttina og ég held að það hafi verið fyrir bestu. Ég held hins vegar áfram að vera meistari en félagið ekki. Það er athyglisvert," segir Mourinho.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×