Lífið

Bridges og Coen saman á ný

Jeff Bridges mun líklega feta í fótspor Johns Wayne í True Grit.
Jeff Bridges mun líklega feta í fótspor Johns Wayne í True Grit.

Jeff Bridges mun að öllum líkindum leika fyrir Coen-bræður á nýjan leik í myndinni True Grit. Hún er endurgerð samnefnds vestra frá 1969 og myndi Bridges feta í fótspor Johns Wayne í hlutverki kúrekans Reuben J. „Rooster" Cogburn.

„Ég vona að þetta gangi eftir. Við vitum það ekki alveg. Coen-bræður vilja gera hana og kvikmyndaverið líka. Þetta snýst bara um að allt smelli saman," sagði Bridges, sem er 59 ára.

Myndin, sem er byggð á samnefndri bók eftir Charles Portis, fjallar um drykkfelldan lögreglumann og kúreka sem hjálpa ungri konu við að finna morðingja föður hennar. Henry Hathaway leikstýrði upphaflegu myndinni og fékk John Wayne Óskarinn fyrir frammistöðu sína.

Jeff Bridges ætti að þekkja vel til Coen-bræðra því hann fór með aðalhlutverkið í gamanmyndinni The Big Lebowski fyrir rúmum tíu árum. Þar lék hann lata keiluspilarann The Dude sem lenti í því að teppinu hans var stolið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.