Gatið hægra megin 27. nóvember 2009 06:00 Í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar töldu margir að nýtt pólitískt landslag yrði til á Íslandi. Niðurstaðan í kosningunum í vor varð þó önnur. Eftir að talið hafði verið upp úr kjörkössunum kom í ljós að hinn gamalgróni fjórflokkur hafði styrkt sig í sessi. Sú staða varð svo enn traustari þegar hinn meinti umbótaflokkur Borgarahreyfingin fór í sjálfsmorðsleiðangur og afsalaði sér öllum trúverðugleika á mettíma. Hinir flokkarnir fjórir voru undrafljótir aftur í gömlu hjólförin. Allra sneggstur var Framsóknarflokkurinn, þar sem varð þó mesta endurnýjun á þingliðinu. Á þeim bæ er engu líkara en sumir telji stjórnmálin einhvers konar leikjafræði, frekar en vettvang til að láta gott af sér leiða. Vinstri flokkarnir tveir eru yngstir fjórflokkanna, en hvíla auðvitað báðir á gömlum grunni. Eftir fátkennda byrjun þar sem lá við að upp úr syði í stjórnarsamstarfinu, virðast Samfylkingin og VG vera að ná því lágmarks taumhaldi á sjálfum sér, sem þarf til að stýra landinu. En samstarfið er greinilega brothætt og stefnumörkunin umdeild eins og óhjákvæmilegt er við núverandi aðstæður. Það er ekki beinlínis traustvekjandi hversu langt er á milli ríkissjórnarflokkanna í ýmsum mikilvægum málum. Sjálfstæðisflokkurinn er elsti flokkur landsins og heldur upp á áttræðisafmæli sitt á þessu ári. Tilefni til fagnaðarláta hafa þó verið fá. Flokknum var skutlað út úr ríkisstjórn í byrjun árs, og fékk svo verstu útkomu sögu sinnar í kosningunum í vor. Sjálfstæðismenn geta þó huggað sig við að flokkurinn þeirra nýtur nú mest fylgis í skoðanakönnunum. Líklega er ástæðan fyrir þeim stuðningi fremur óánægja með stjórnarflokkana, en traust á forystu flokksins. Kannanir hafa sýnt að það er af mjög skornum skammti. Það blasir líka við öllum sem kæra sig um að sjá, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið í það innra uppgjör sem hlýtur að bíða hans eftir hið stórkostlega skipbrot sem varð síðasta haust og batt enda á átján ára samfellda stjórn hans á landinu. Ýmis mál úr fortíð eru óuppgerð og sömuleiðis er stefnan til framtíðar á reiki. Flokkurinn hefur til dæmis ekki enn sett fram sannfærandi peningamálastefnu. Þar spilar stærstu rullu mjög mismunandi afstaða innan flokksins til Evrópusambandsins og hvort krónan sé nothæfur gjaldmiðill. Síðasti Landsfundur ályktaði gegn aðild, en þó er sú skoðun ríkjandi meðal svo til allra félaga og hagsmunasamtaka, sem sögulega hafa myndað helst bakland Sjálfstæðisflokksins, að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er mikið undrunarefni að sá stóri hópur Evrópusinna sem er í Sjálfstæðisflokknum, láti yfir sig ganga það offors sem mörg flokksystkini þeirra hafa tamið sér í Evrópuumræðunni. Áhuginn á aðild að Evrópusambandinu snýst um fleira en að taka upp evru. Hann hvílir líka á menningarlegum grunni og afstöðunni til þess hvar Ísland á að skipa sér í samfélagi þjóðanna. Eins og hlutirnir hafa þróast hefur myndast augljóst gat hægra megin við miðju. Enginn vafi er á því að margir sjálfstæðismenn hræðast mjög að sú staða geti orðið til þess að flokkurinn klofni. Það er ástæðulaus ótti. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að vera til fyrir sjálfan sig. Þeir eru vettvangur til að freista þess að hafa áhrif og koma hlutum í verk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar töldu margir að nýtt pólitískt landslag yrði til á Íslandi. Niðurstaðan í kosningunum í vor varð þó önnur. Eftir að talið hafði verið upp úr kjörkössunum kom í ljós að hinn gamalgróni fjórflokkur hafði styrkt sig í sessi. Sú staða varð svo enn traustari þegar hinn meinti umbótaflokkur Borgarahreyfingin fór í sjálfsmorðsleiðangur og afsalaði sér öllum trúverðugleika á mettíma. Hinir flokkarnir fjórir voru undrafljótir aftur í gömlu hjólförin. Allra sneggstur var Framsóknarflokkurinn, þar sem varð þó mesta endurnýjun á þingliðinu. Á þeim bæ er engu líkara en sumir telji stjórnmálin einhvers konar leikjafræði, frekar en vettvang til að láta gott af sér leiða. Vinstri flokkarnir tveir eru yngstir fjórflokkanna, en hvíla auðvitað báðir á gömlum grunni. Eftir fátkennda byrjun þar sem lá við að upp úr syði í stjórnarsamstarfinu, virðast Samfylkingin og VG vera að ná því lágmarks taumhaldi á sjálfum sér, sem þarf til að stýra landinu. En samstarfið er greinilega brothætt og stefnumörkunin umdeild eins og óhjákvæmilegt er við núverandi aðstæður. Það er ekki beinlínis traustvekjandi hversu langt er á milli ríkissjórnarflokkanna í ýmsum mikilvægum málum. Sjálfstæðisflokkurinn er elsti flokkur landsins og heldur upp á áttræðisafmæli sitt á þessu ári. Tilefni til fagnaðarláta hafa þó verið fá. Flokknum var skutlað út úr ríkisstjórn í byrjun árs, og fékk svo verstu útkomu sögu sinnar í kosningunum í vor. Sjálfstæðismenn geta þó huggað sig við að flokkurinn þeirra nýtur nú mest fylgis í skoðanakönnunum. Líklega er ástæðan fyrir þeim stuðningi fremur óánægja með stjórnarflokkana, en traust á forystu flokksins. Kannanir hafa sýnt að það er af mjög skornum skammti. Það blasir líka við öllum sem kæra sig um að sjá, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið í það innra uppgjör sem hlýtur að bíða hans eftir hið stórkostlega skipbrot sem varð síðasta haust og batt enda á átján ára samfellda stjórn hans á landinu. Ýmis mál úr fortíð eru óuppgerð og sömuleiðis er stefnan til framtíðar á reiki. Flokkurinn hefur til dæmis ekki enn sett fram sannfærandi peningamálastefnu. Þar spilar stærstu rullu mjög mismunandi afstaða innan flokksins til Evrópusambandsins og hvort krónan sé nothæfur gjaldmiðill. Síðasti Landsfundur ályktaði gegn aðild, en þó er sú skoðun ríkjandi meðal svo til allra félaga og hagsmunasamtaka, sem sögulega hafa myndað helst bakland Sjálfstæðisflokksins, að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er mikið undrunarefni að sá stóri hópur Evrópusinna sem er í Sjálfstæðisflokknum, láti yfir sig ganga það offors sem mörg flokksystkini þeirra hafa tamið sér í Evrópuumræðunni. Áhuginn á aðild að Evrópusambandinu snýst um fleira en að taka upp evru. Hann hvílir líka á menningarlegum grunni og afstöðunni til þess hvar Ísland á að skipa sér í samfélagi þjóðanna. Eins og hlutirnir hafa þróast hefur myndast augljóst gat hægra megin við miðju. Enginn vafi er á því að margir sjálfstæðismenn hræðast mjög að sú staða geti orðið til þess að flokkurinn klofni. Það er ástæðulaus ótti. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að vera til fyrir sjálfan sig. Þeir eru vettvangur til að freista þess að hafa áhrif og koma hlutum í verk.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar