Fótbolti

Umboðsmaður van Basten neitar að hann sé að taka við AC Milan

Ómar Þorgeirsson skrifar
Marco van Basten.
Marco van Basten. Nordic photos/AFP

Umboðsmaður Hollendingsins Marco van Basten hefur neitað því að skjólstæðingur sinn sé í þann mund að taka við stjórnartaumunum hjá AC Milan.

Knattspyrnustjórinn Leonardo hefur ekki byrjað vel sem stjóri AC Milan en hann tók við starfinu af Carlo Ancelotti sem hætti í sumar og tók við hjá Chelsea.

„Ég hef séð þessar sögusagnir, en ég legg áherslu á þetta eru bara sögusagnir. AC Milan hefur ekki haft samband en Marco heldur öllum möguleikum opnum," er haft eftir Perry van Overeem, umboðsmanni van Basten.

Van Basten lék sem kunnugt er á sínum tíma fyrir AC Milan í fimm ár við góðan orðstír og hefur reglulega verið orðaður við stjórastöðuna hjá ítalska félaginu síðustu ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×