Lífið

Örlygur Smári gerist plötusnúður

DJ Smári? Örlygur Smári stígur á svið sem plötusnúður á föstudaginn.
fréttablaðið/Ste´fan
DJ Smári? Örlygur Smári stígur á svið sem plötusnúður á föstudaginn. fréttablaðið/Ste´fan

„Mig hefur langað til að gera þetta í langan tíma og fæ kjörið tækifæri til að kýla á þetta,", segir upptökustjórinn og lagahöfundurinn Örlygur Smári.

Örlygur lætur gamlan draum rætast annað kvöld þegar hann verður plötusnúður á 90's-kvöldi á skemmtistaðnum Spot. Hann hefur hingað til verið þekktari fyrir gæfuríkt samstarf þeirra poppkóngsins Páls Óskars ásamt því að hafa tvisvar samið framlag Íslands í Eurovision.

„Ég hef aldrei unnið sem plötusnúður, en ég var í þessum bransa," segir Örlygur, spurður hvort hann ætli að rifja upp gamla takta. „Ég var í hljómsveit í gamla daga og spilaði á böllum. Þá sá ég um tónlistina í pásunni. Þannig að maður ætti að vita hvað fólkið vill heyra."

Plötusnúðsferillinn náði aldrei svo langt að Örlygur fengi DJ-nafn. Undirritaður stingur upp á DJ Smári, en hann býst ekki við að nota það. „Nei, ætli það?" segir hann og hlær.

Spurður um framhaldið segir Örlygur að það sé aldrei að vita hvort plötusnúðsferillinn verði farsæll. „Ég ætla að sjá hvernig þetta gengur og þróast," segir hann. „Ég er mikið að vinna dansmúsik. Það er gaman að sitja ekki bara heima í stúdíóinu og búa þetta til heldur spila þetta líka."

Haffi Haff og Anna Hlín koma einnig fram á 90s-kvöldinu sem dúettinn A.K.A og þá mun Valli Sport einnig þeyta skífum. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.