Lífið

Flateyjarævintýri Lay Low koma út

Í flatey Hænurnar voru hrifnar af Lay Low.
Í flatey Hænurnar voru hrifnar af Lay Low.

Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, Lay Low, skellti sér síðsumars út í Flatey í Breiðafirði. Með í för voru leikstjórinn Denni Karlsson, myndatökumaðurinn Víðir Sigurðsson, hljóðupptökumaðurinn Viðar Hákon Gíslason og Kári Sturluson, umboðsmaður Lovísu.

Hópurinn dvaldi í Flatey yfir helgi og rölti á milli staða í eynni með mynd- og hljóðupptökubúnað í hjólbörum og tók Lovísu upp spila og syngja órafmagnaðar útgáfur sjö laga sinna á sjö mismunandi stöðum. Veðrið, eyjan og eyjarskeggjar tóku Lovísu fagnandi og listakonan fann sig í blíðunni.

Árangur helgarinnar má finna á Lay Low - Flatey, 28 mínútna mynddisk og 7 laga hljóðdisk, sem kemur út á morgun, 12. október. Á plötunni eru sjö lög; fimm af plötum Lay Low, eitt nýtt frumsamið á ensku og lag Lovísu við ljóðið „Sorgin" eftir skáldið Undínu (Helga Steinvör Baldvinsdóttir), sem hún samdi árið 1884. Þessa dagana er Lay Low að hita upp fyrir Emilíönu Torrini í Evrópu. Þær verða í Köln í kvöld. - drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.