Golf

Lucas Glover vann á Opna-bandaríska meistaramótinu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Lucas Glover.
Lucas Glover. Nordic photos/AFP

Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover fór með sigur af hólmi á Opna-bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk í dag en hann kláraði lokahringinn á 73 höggum og samanlagt á fjórum höggum undir pari Bethpage Black-vallarins. Phil Mickelson, David Duval og Ricky Barnes voru jafnir í öðru sæti á tveimur höggum undir pari.

Fyrir lokahringinn voru Ricky Barnes og Lucas Glover efstir og jafnir á átta höggum undir pari en Ross Fisher og David Duval komu svo næstir á þremur höggum undir pari. Bandaríkjamennirnir Phil Mickelson og Tiger Woods voru vitanlega í sviðsljósinu en þeir voru á tveimur höggum undir og einu höggi undir pari Bethpage Black-vallarins fyrir lokahringinn.

Woods fann sig ekki í dag en Mickelson saxaði smátt og smátt á efstu menn og bæði Barnes og Glover gáfu eftir. Fyrir síðustu holurnar stóð baráttan því á milli fimm kylfinga, Barnes, Glover, Duval, Fisher og Mickelson.

Glover hafði hins vegar stáltaugar á lokasprettinum og vann frækinn sigur og sinn fyrsta stórtitil á ferlinum. En fram að þessu var besti árangur hans á stórmóti að lenda í tuttugasta sæti á Masters-mótinu árið 2007.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×