Krefst rannsóknar á kúasæðingu Audda Magnús Már Guðmundsson skrifar 2. nóvember 2009 14:00 „Sælusvipur á beljunni þegar Auddi Blö sæddi hana," var fyrirsögn fréttarinnar um nýlega ferð Sveppa og Audda í Hrútafjörð. Dýralæknafélag Íslands krefst rannsóknar á kúasæðingu Auðuns Blöndal sem fjallað var um í Fréttablaðinu í dag. „Þeir eru að gera eitthvað sem leikmenn mega ekki gera og þetta er niðurlægjandi fyrir dýrið. Tiltækið er fámunalega ósmekklegt og það er spurning hvort þetta sé ekki dýraverndarmál," segir Guðbjörg Þorvarðardóttir, formaður Dýralæknafélag Íslands, sem er allt annað en sátt með framgöngu sjónvarpmannanna Auðuns Blöndal og Sverris Þór Sverrissonar, betur þekktir sem Auddi og Sveppi. Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um nýlega ferð þeirra á bæinn Tannstaðabakka í Hrútafirði þar sem þeir kynntu sér líf íslenskra bænda. Meðal þess sem þeir tóku sér fyrir hendur var að sæða kú. Afrakstur ferðarinnar verður sýndur síðar í vikulegum sjónvarpsþætti Audda og Sveppa á Stöð 2. Guðbjörg segir að fréttin hafi vakið hörð viðbrögð og fjölmargir haft samband við skrifstofu Dýralæknafélagsins. Í tilkynningu frá félaginu er lýst yfir vanþóknun með fréttina og myndbirtinguna í Fréttablaðinu. „Í þessu sambandi vekur Dýralæknafélag Íslands athygli á að um sæðingar nautgripa og annarra dýra gilda ákveðin lög og reglur er varða dýravernd og fagþekkingu frjótækna. Dýralæknafélag Íslands mælist til þess að umrætt atvik verði rannsakað af þær til bærum yfirvöldum," segir að lokum í tilkynningu félagsins. Guðbjörg segir að Dýralæknafélagið ætli að biðla til yfirstjórnar Stöðvar 2 að umrætt atriði verði ekki sýnt í þætti þeirra Audda og Sveppa. Frétt Fréttablaðsins er hægt að nálgast hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Sælusvipur á beljunni þegar Auddi Blö sæddi hana „Þetta er alveg á pari við kúamykjuna sem við köfuðum ofan í í Húsdýragarðinum hérna um árið,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, sjónvarpsmaður og kvikmyndastjarna. Hann fór ásamt félaga sínum, Auðuni Blöndal, á bæinn Tannstaðabakka í Hrútafirðinum og kynnti sér hvernig daglegt líf íslenskra bænda fer fram. Afraksturinn verður sýndur í þætti þeirra en hápunkturinn var eflaust þegar Auðunn og Sverrir fengu að sæða belju. „Þetta er mjög sérstakt ferli, mennirnir sem eru að vinna í þessu dags daglega eru eldsnöggir og fyrir þá er þetta náttúrlega ekkert mál.“ Sama verður ekki sagt um borgarbörnin þótt sjónvarpsmennirnir tveir hafi borið sig nokkuð vel miðað við aðstæður. Sverrir útskýrir að menn þurfi að ganga í skugga um að endaþarmur beljunnar sé alveg hreinn. „Þú ferð með hendina alveg inn og þarft að kafa nokkuð djúpt,“ segir Sverrir og bætir því við að beljan hafi sýnt Auðuni nokkurn áhuga. „Eina skiptið sem beljan sýndi sælusvip var þegar Auðunn gerði þetta. Hann kom sjálfum sér annars nokkuð á óvart því hann er nú þekktur fyrir að vera ekkert mikið fyrir ógeðslega hluti en kláraði þetta.“ 2. nóvember 2009 06:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
Dýralæknafélag Íslands krefst rannsóknar á kúasæðingu Auðuns Blöndal sem fjallað var um í Fréttablaðinu í dag. „Þeir eru að gera eitthvað sem leikmenn mega ekki gera og þetta er niðurlægjandi fyrir dýrið. Tiltækið er fámunalega ósmekklegt og það er spurning hvort þetta sé ekki dýraverndarmál," segir Guðbjörg Þorvarðardóttir, formaður Dýralæknafélag Íslands, sem er allt annað en sátt með framgöngu sjónvarpmannanna Auðuns Blöndal og Sverris Þór Sverrissonar, betur þekktir sem Auddi og Sveppi. Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um nýlega ferð þeirra á bæinn Tannstaðabakka í Hrútafirði þar sem þeir kynntu sér líf íslenskra bænda. Meðal þess sem þeir tóku sér fyrir hendur var að sæða kú. Afrakstur ferðarinnar verður sýndur síðar í vikulegum sjónvarpsþætti Audda og Sveppa á Stöð 2. Guðbjörg segir að fréttin hafi vakið hörð viðbrögð og fjölmargir haft samband við skrifstofu Dýralæknafélagsins. Í tilkynningu frá félaginu er lýst yfir vanþóknun með fréttina og myndbirtinguna í Fréttablaðinu. „Í þessu sambandi vekur Dýralæknafélag Íslands athygli á að um sæðingar nautgripa og annarra dýra gilda ákveðin lög og reglur er varða dýravernd og fagþekkingu frjótækna. Dýralæknafélag Íslands mælist til þess að umrætt atvik verði rannsakað af þær til bærum yfirvöldum," segir að lokum í tilkynningu félagsins. Guðbjörg segir að Dýralæknafélagið ætli að biðla til yfirstjórnar Stöðvar 2 að umrætt atriði verði ekki sýnt í þætti þeirra Audda og Sveppa. Frétt Fréttablaðsins er hægt að nálgast hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Sælusvipur á beljunni þegar Auddi Blö sæddi hana „Þetta er alveg á pari við kúamykjuna sem við köfuðum ofan í í Húsdýragarðinum hérna um árið,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, sjónvarpsmaður og kvikmyndastjarna. Hann fór ásamt félaga sínum, Auðuni Blöndal, á bæinn Tannstaðabakka í Hrútafirðinum og kynnti sér hvernig daglegt líf íslenskra bænda fer fram. Afraksturinn verður sýndur í þætti þeirra en hápunkturinn var eflaust þegar Auðunn og Sverrir fengu að sæða belju. „Þetta er mjög sérstakt ferli, mennirnir sem eru að vinna í þessu dags daglega eru eldsnöggir og fyrir þá er þetta náttúrlega ekkert mál.“ Sama verður ekki sagt um borgarbörnin þótt sjónvarpsmennirnir tveir hafi borið sig nokkuð vel miðað við aðstæður. Sverrir útskýrir að menn þurfi að ganga í skugga um að endaþarmur beljunnar sé alveg hreinn. „Þú ferð með hendina alveg inn og þarft að kafa nokkuð djúpt,“ segir Sverrir og bætir því við að beljan hafi sýnt Auðuni nokkurn áhuga. „Eina skiptið sem beljan sýndi sælusvip var þegar Auðunn gerði þetta. Hann kom sjálfum sér annars nokkuð á óvart því hann er nú þekktur fyrir að vera ekkert mikið fyrir ógeðslega hluti en kláraði þetta.“ 2. nóvember 2009 06:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
Sælusvipur á beljunni þegar Auddi Blö sæddi hana „Þetta er alveg á pari við kúamykjuna sem við köfuðum ofan í í Húsdýragarðinum hérna um árið,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, sjónvarpsmaður og kvikmyndastjarna. Hann fór ásamt félaga sínum, Auðuni Blöndal, á bæinn Tannstaðabakka í Hrútafirðinum og kynnti sér hvernig daglegt líf íslenskra bænda fer fram. Afraksturinn verður sýndur í þætti þeirra en hápunkturinn var eflaust þegar Auðunn og Sverrir fengu að sæða belju. „Þetta er mjög sérstakt ferli, mennirnir sem eru að vinna í þessu dags daglega eru eldsnöggir og fyrir þá er þetta náttúrlega ekkert mál.“ Sama verður ekki sagt um borgarbörnin þótt sjónvarpsmennirnir tveir hafi borið sig nokkuð vel miðað við aðstæður. Sverrir útskýrir að menn þurfi að ganga í skugga um að endaþarmur beljunnar sé alveg hreinn. „Þú ferð með hendina alveg inn og þarft að kafa nokkuð djúpt,“ segir Sverrir og bætir því við að beljan hafi sýnt Auðuni nokkurn áhuga. „Eina skiptið sem beljan sýndi sælusvip var þegar Auðunn gerði þetta. Hann kom sjálfum sér annars nokkuð á óvart því hann er nú þekktur fyrir að vera ekkert mikið fyrir ógeðslega hluti en kláraði þetta.“ 2. nóvember 2009 06:00