Viðsnúningur til hins verra hjá JJB Sports 28. apríl 2009 16:19 Mikill viðsnúningur hefur orðið til hins verra hvað varðar verð á hlutum í íþróttaverslanakeðjunni JJB Sports í dag. Eftir mikla hækkun í gær hafa hlutirnir fallið um 8% í dag að því er segir á Reuters. Í gær hækkuðu hlutirnir um rúm 40% eftir að ljóst varð að keðjan hafði náð samkomulagi við leigusala sína um lækkanir á húsleigu og breytingar á greiðslufyrirkomulagi á leigugreiðslum. Hugsanlega er lækkun hlutanna í dag hagnaðartaka hjá þeim sem veðjuðu á réttan hest í gær en þá stóð valið hjá JJB Sports um greiðslustöðvun eða fyrrgreint samkomulag. Reuter greinir einnig frá því að fjárfestingarsjóðurinn Crystal Amber hafi fest kaup á 13% hlut í JJB Sports en sá hlutur var áður í eigu Kaupþings sem tók hann af Chris Ronnie fyrrum forstjóra JJB Sports og Exista með veðkalli. Bankinn setti 23% hlut sinn á markaðinn í síðasta mánuði og um tíma var óljóst hvar sá hlutur hefði hafnað að lokum. Með kaupum Crystal Amber hafa málin skýrst því talið er að Mike Ashley, eigandi Newcastle, sé eigandi að þeim 10% sem á vantar. Forráðamenn Crystal Amber segja að þeir telji að markaðsvirði JJB Sports sé vanmetið. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Mikill viðsnúningur hefur orðið til hins verra hvað varðar verð á hlutum í íþróttaverslanakeðjunni JJB Sports í dag. Eftir mikla hækkun í gær hafa hlutirnir fallið um 8% í dag að því er segir á Reuters. Í gær hækkuðu hlutirnir um rúm 40% eftir að ljóst varð að keðjan hafði náð samkomulagi við leigusala sína um lækkanir á húsleigu og breytingar á greiðslufyrirkomulagi á leigugreiðslum. Hugsanlega er lækkun hlutanna í dag hagnaðartaka hjá þeim sem veðjuðu á réttan hest í gær en þá stóð valið hjá JJB Sports um greiðslustöðvun eða fyrrgreint samkomulag. Reuter greinir einnig frá því að fjárfestingarsjóðurinn Crystal Amber hafi fest kaup á 13% hlut í JJB Sports en sá hlutur var áður í eigu Kaupþings sem tók hann af Chris Ronnie fyrrum forstjóra JJB Sports og Exista með veðkalli. Bankinn setti 23% hlut sinn á markaðinn í síðasta mánuði og um tíma var óljóst hvar sá hlutur hefði hafnað að lokum. Með kaupum Crystal Amber hafa málin skýrst því talið er að Mike Ashley, eigandi Newcastle, sé eigandi að þeim 10% sem á vantar. Forráðamenn Crystal Amber segja að þeir telji að markaðsvirði JJB Sports sé vanmetið.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira