FIH bankinn kemur Sjælsö Gruppen til hjálpar 28. ágúst 2009 08:46 FIH bankinn er meðal þeirra dönsku lánastofnanna sem koma að fjárhagslegri endurskipulagningu fasteignafélagsins Sjælsö Gruppen. Alls nemur aðstoðin 505 milljónum danskra kr. eða rúmum 12 milljörðum kr. FIH bankinn er sem kunnugt er í eigu íslenska ríkisins og þrotabú Samson heldur á 15% eignarhlut í Sjælsö Gruppen í gegnum SG Nord Holding. Sá hlutur var áður í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar. Greint er frá málinu á helstu viðskiptavefsíðum í Danmörku í morgun. Auk FIH bankans koma Amagerbanken A/S, Viscardi AG Investments Banking og SG Nord Hoilding að málinu. Þessir aðilar munu tryggja fyrrgreindar 505 milljónir danskra kr. í formi nýs hlutafés til Sjælsö Gruppen. Þá hefur Sjælsö Gruppen samið við FIH, Amagerbanken, HSH Nordbank AG og Aareal Bank AG um að styrkja fjárhagsstöðu félagsins. Endurskipulagningin felst m.a. annars í því að Sjælsö Gruppen rekur fjóra af hverjum tíu starfsmönnum sínum en þeir eru nú um 100 talsins. Þá er gert ráð fyrir að aðrar sparnaðar- og hagræðingaraðgerðir, auk uppsagnanna, muni nema um 100 milljónum danskra kr. á næsta ári. Í samkomulaginu sem náðst hefur er auk þess gert ráð fyrir að Sjælsö Gruppen og SG Nord Holding muni skipta með sér stóru fasteignaverkefni í Kaupmannahöfn sem gengur undir nafninu Chopenhagen Towers. Sjæslö Gruppen skilaði afleitu uppgjöri fyrir fyrstu sex máanuði ársins þar sem nettótapið nam rúmum 285 milljónum danskra kr. eða um 7 milljörðum kr. Félagið býst við frekara tapi út árið og afskriftaþröf sem liggur á bilinu 450 til 550 milljónir danskra kr.Hlutir í Sjælsö Gruppen hafa verið í frjálsu falli á markaðinum í morgun. Hafa nú lækkað um 25% frá opnun hans. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
FIH bankinn er meðal þeirra dönsku lánastofnanna sem koma að fjárhagslegri endurskipulagningu fasteignafélagsins Sjælsö Gruppen. Alls nemur aðstoðin 505 milljónum danskra kr. eða rúmum 12 milljörðum kr. FIH bankinn er sem kunnugt er í eigu íslenska ríkisins og þrotabú Samson heldur á 15% eignarhlut í Sjælsö Gruppen í gegnum SG Nord Holding. Sá hlutur var áður í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar. Greint er frá málinu á helstu viðskiptavefsíðum í Danmörku í morgun. Auk FIH bankans koma Amagerbanken A/S, Viscardi AG Investments Banking og SG Nord Hoilding að málinu. Þessir aðilar munu tryggja fyrrgreindar 505 milljónir danskra kr. í formi nýs hlutafés til Sjælsö Gruppen. Þá hefur Sjælsö Gruppen samið við FIH, Amagerbanken, HSH Nordbank AG og Aareal Bank AG um að styrkja fjárhagsstöðu félagsins. Endurskipulagningin felst m.a. annars í því að Sjælsö Gruppen rekur fjóra af hverjum tíu starfsmönnum sínum en þeir eru nú um 100 talsins. Þá er gert ráð fyrir að aðrar sparnaðar- og hagræðingaraðgerðir, auk uppsagnanna, muni nema um 100 milljónum danskra kr. á næsta ári. Í samkomulaginu sem náðst hefur er auk þess gert ráð fyrir að Sjælsö Gruppen og SG Nord Holding muni skipta með sér stóru fasteignaverkefni í Kaupmannahöfn sem gengur undir nafninu Chopenhagen Towers. Sjæslö Gruppen skilaði afleitu uppgjöri fyrir fyrstu sex máanuði ársins þar sem nettótapið nam rúmum 285 milljónum danskra kr. eða um 7 milljörðum kr. Félagið býst við frekara tapi út árið og afskriftaþröf sem liggur á bilinu 450 til 550 milljónir danskra kr.Hlutir í Sjælsö Gruppen hafa verið í frjálsu falli á markaðinum í morgun. Hafa nú lækkað um 25% frá opnun hans.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira