Vilja snúa kreppudraug niður 10. desember 2009 05:15 Stjórnvöld í Japan gera hvað þau geta til að draga úr líkum á nýrri kreppu. Fréttablaðið/AP Ríkisstjórn Japans samþykkti í gær að veita 7.200 milljörðum jena inn í hagkerfið til að hvetja til neyslu og koma í veg fyrir að landið lendi aftur í krumlum kreppunnar. Þetta jafngildir tíu þúsund milljörðum króna. Hagvöxtur í Japan var neikvæður í fyrra og fram á annan ársfjórðung á þessu ári þegar hann var jákvæður um 0,9 prósent. Ríkisstjórnin hafði væntingar um að setja hvatann inn í hagkerfið í síðustu viku. Þingheimur taldi hann hins vegar of stóran og frestaðist málið. Þetta er önnur stóra efnahagsinnspýtingin en fyrri ríkisstjórn Japans setti 15,4 þúsund milljarða jena inn í hagkerfið í apríl. Stefnt er að því að fjármagnið nýtist til að auka atvinnuþátttöku, blása lífi í framleiðslu og hvetja til lántöku lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir japanska hagfræðinga hafa efasemdir um ágæti efnahagshvatans. Meiru skipti að gengi jensins hefur ekki verið sterkara gagnvart Bandaríkjadal í fjórtán ár. Það snertir mjög við útflutningsfyrirtækjum. Því verði að beita öðrum aðferðum, líkt og BBC hefur eftir Seiji Shiraishi, sérfræðingi hjá alþjóðabankanum HSBC. - jab Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ríkisstjórn Japans samþykkti í gær að veita 7.200 milljörðum jena inn í hagkerfið til að hvetja til neyslu og koma í veg fyrir að landið lendi aftur í krumlum kreppunnar. Þetta jafngildir tíu þúsund milljörðum króna. Hagvöxtur í Japan var neikvæður í fyrra og fram á annan ársfjórðung á þessu ári þegar hann var jákvæður um 0,9 prósent. Ríkisstjórnin hafði væntingar um að setja hvatann inn í hagkerfið í síðustu viku. Þingheimur taldi hann hins vegar of stóran og frestaðist málið. Þetta er önnur stóra efnahagsinnspýtingin en fyrri ríkisstjórn Japans setti 15,4 þúsund milljarða jena inn í hagkerfið í apríl. Stefnt er að því að fjármagnið nýtist til að auka atvinnuþátttöku, blása lífi í framleiðslu og hvetja til lántöku lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir japanska hagfræðinga hafa efasemdir um ágæti efnahagshvatans. Meiru skipti að gengi jensins hefur ekki verið sterkara gagnvart Bandaríkjadal í fjórtán ár. Það snertir mjög við útflutningsfyrirtækjum. Því verði að beita öðrum aðferðum, líkt og BBC hefur eftir Seiji Shiraishi, sérfræðingi hjá alþjóðabankanum HSBC. - jab
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira