Lífið

Ný plata á næsta ári

amy winehouse Söngkonan vinsæla gefur út nýja plötu á næsta ári.
amy winehouse Söngkonan vinsæla gefur út nýja plötu á næsta ári.

Ný plata frá söngkonunni Amy Winehouse er væntanleg á næsta ári. „Ég hef heyrt nokkrar lagaprufur sem heilluðu mig algjörlega upp úr skónum," sagði aðstoðarforstjóri plötufyrirtækisins Island.

Síðasta plata Winehouse, Back To Black, hefur selst í tíu milljónum eintaka og unnið til fimm Grammy-verðlauna.

Á þeim þremur árum sem eru liðin frá útgáfunni hefur söngkonan verið tíður gestur í slúðurblöðunum fyrir sukksamt líferni sitt.

Núna virðist hún vera á réttri braut því hún hefur stofnað eigið útgáfufyrirtæki sem nefnist Lioness. Fyrsti skjólstæðingurinn er guðdóttir hennar, Dionne Bromfield.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.