Enski boltinn

Van Persie líklega frá vegna meiðsla rúman mánuð

Ómar Þorgeirsson skrifar
Robin Van Persie.
Robin Van Persie. Nordic photos/AFP

Framherjinn Robin Van Persie sem hefur verið sjóðandi heitur með Arsenal til þessa á keppnistímabilinu í ensku úrvalsdeildinni meiddist á ökkla í vináttulandsleik Hollands gegn Ítalíu um helgina.

Nú hefur verið staðfest að framherjinn verði líklega frá keppni í 4-6 vikur en meiðslin áttu sér stað þegar hann var tæklaður af ítalska varnarmanninum Giorgio Chiellini.

„Ég er búinn að gangast undir skoðun á ökklanum og útlit er fyrir að ég verði frá í rúman mánuð. Þetta var óheppilegt en ég ásaka Chiellini ekki því það var enginn ásettningur í þessu hjá honum," segir Van Persie í viðtali við Daily Telegraph.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×