Lífið

Jóhanna Guðrún: Komin með nóg af stílistum

Jóhanna Guðrún sigraði með símakosningu síðastliðinn laugardag og fer fyrir Íslands hönd til Moskvu í maí.
Jóhanna Guðrún sigraði með símakosningu síðastliðinn laugardag og fer fyrir Íslands hönd til Moskvu í maí.

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söng sig inn í hjörtu Íslendinga þegar hún for með sigur af hólmi í símakosningu í úrslitakeppni Júróvisjón um helgina með Lagið Is it true eftir Óskar Pál Sveinsson.

„Takk fyrir það," svarar Jóhanna þegar Vísir óskar henni til hamingju með sigurinn og biður hana um stutt viðtal.

„Já ekkert mál!" segir hún.

Elín Reynisdóttir farðaði Selmu Björnsdóttur árið 2005 þegar hún var fulltrúi Íslands í Júrovisjón í Kiev í Úkraínu.

Áttir þú von á því að sigra? „Nei alls ekki en ég leyfði mér að vona það. Einhvern veginn þorði maður ekki að búast við að vinna."

Aðspurð út í kjólana sem hún klæddist í keppninni og andlitsförðunina segir Jóhanna:

„Elín Reynisdóttir farðaði mig i fyrsta þættinum og Fríða María á laugardaginn," og bætti við að ekki væri enn ákveðið hvaða förðunardama færi með henni til Moskvu.

18 ára náttúrutalent.

„Ég hef oft verið með stílista en er alveg komin með nóg af þeim pakkanum og vildi gera þetta sjálf," svarar Jóhanna þegar talið berst að heildarútliti hennar í keppninni.

„Þetta var mín hugmynd en Selma Ragnarsdóttir klæðskeri og kjólameistari hjálpaði mér með kjólana og framkvæmdi það vel. Enginn er betri en hún í því," svarar Jóhanna.

Ræður þú þér sjálf varðandi útlitið? „Ég hef gert það undanfarið. Þetta verður samt meira batterí þegar ég fer út. Óskar Páll verður með puttana í þessu," segir Jóhanna.

Er undirbúningurinn hafinn? „Gærdagurinn var bara rólegur en ætli við byrjum ekki að pæla þessu í vikunni," segir Jóhanna áður en kvatt er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.