Lífið

Raimi kvikmyndar Warcraft

Leikstjórinn Sam Raimi undirbýr fjórðu myndina um Köngulóarmanninn en ætlar líka að kvikmynda tölvuleikinn Warcraft.
Nordicphotos/Getty
Leikstjórinn Sam Raimi undirbýr fjórðu myndina um Köngulóarmanninn en ætlar líka að kvikmynda tölvuleikinn Warcraft. Nordicphotos/Getty
Sam Raimi er í óða önn að undirbúa fjórðu myndina um Köngulóarmanninn Peter Parker. En leikstjórinn hefur fleiri járn í eldinum því hann hyggst gera kvikmynd eftir hinum ofurvinsæla tölvuleik, Warcraft, sem tölvu­nördar hafa stundað af miklum móð.

Raimi hefur fengist við ýmsar tegundir kvikmynda í gegnum árin en aldrei áður gert kvikmynd eftir tölvuleik. Í samtali við MTV-sjónvarpsstöðina sagðist Raimi ætla að vanda vel til handritsins og hefði því ákveðið að ráða Robert Rodat til verksins. Rodat þessi þykir nokkuð flinkur í sínu fagi en hann á heiðurinn að handritum mynda á borð við Saving Private Ryan og The Patriot.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.