Lífið

Veski og skór Anitu vekja athygli

Taskan og skórnir Anita var í skóm sem vöktu mikla athygli á góðgerðarsamkomu í Beverly Hills nýverið. Þá þótti veskið augljóslega smart.nordicphotos/getty
Taskan og skórnir Anita var í skóm sem vöktu mikla athygli á góðgerðarsamkomu í Beverly Hills nýverið. Þá þótti veskið augljóslega smart.nordicphotos/getty

Íslenska leikkonan Anita Briem hefur verið dugleg við sækja viðburði í Hollywood enda er slíkt alveg bráðnauðsynlegt þegar fólk er að koma sér á framfæri í hinni stóru Hollywood.

Anita var meðal gesta í boði sem góðgerðarsamtökin Big Brothers/Big Sisters hélt á Beverly Hills-hótelinu í miðborg Hollywood. Þar var meðal annars valin besta unga tilvonandi stórstirnið og maður ársins valinn. Samtökin hafa verið starfandi í Bandaríkjunum í heila öld og hafa það að leiðarljósi að hjálpa ungu fólki sem býr við þröngan kost að ná takmarki sínu.

Anita var að sjálfsögðu mynduð af ljósmyndara Getty Images en þær myndir birtast á opinberri vefsíðu myndaveitunnar og er aðgengileg öllum helstu fjölmiðlum heims. Hins vegar virðist ljósmyndarinn hafa kolfallið fyrir handtöskunni sem Anita bar og skónum hennar því þetta tvennt var myndað alveg sérstaklega. Ekki kemur fram hvaðan skórnir og taskan eru en þóttu augsýnilega nokkuð smart.

Anita er nú að ljúka við að leika í kvikmyndinni Dead of the Night á móti sjálfu Ofurmenninu, Brandon Routh. Myndin er byggð á vel þekktri ítalskri myndasögu og hefur af þeim sökum hlotið nokkra umfjöllun meðal myndasögunörda.freyrgigja@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.