Fótbolti

Egyptar hóta að draga landslið sitt úr keppni í tvö ár

Ómar Þorgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Egypta áttu undir högg að sækja á miðvikudag.
Stuðningsmenn Egypta áttu undir högg að sækja á miðvikudag. Nordic photos/AFP

Egyptar eru sársvekktir með framkomu stuðningsmanna Alsír á meðan á úrslitaleik þjóðanna um laust sæti á HM næsta sumar stóð á miðvikudag en knattspyrnusamband Egyptalands hefur leitað til alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA út af málinu.

Egyptar vilja meina að stuðningsmenn Alsír hafi hótað stuðningsmönnum Egypta lífláti og látið öllum illum látum meðan á leiknum stóð en hann fór fram í Khartoum í Súdan.

„Þetta var sorglegt. Stuðningsmenn Alsír fóru um með ofbeldi og hótuðu stuðningmönnum Egypta lífláti. Alþjóða knattspyrnusambandið verður að taka á þessu máli og fordæma slíka hegðun. Ef ekkert verður gert í málinu er knattspyrnusamband Egyptalands að íhuga að draga landslið sitt úr keppni í minnst tvö ár í mótmælaskyni," segir í yfirlýsingu frá knattspyrnusambandi Egyptalands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×