Enski boltinn

Roma hefur áhuga á að fá Pavlyuchenko

Ómar Þorgeirsson skrifar
Roman Pavlyuchenko.
Roman Pavlyuchenko. Nordic photos/AFP

Allt virðist benda til þess að rússneski landsliðsframherjinn Roman Pavlyuchenko muni yfirgefa herbúðir Tottenham strax þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar en hann hefur verið úti kuldanum hjá Lundúnafélaginu á þessu tímabili.

Pavlyuchenko hefur verið sterklega orðaður við Zenit frá Pétursborg en nú hefur umboðsmaður kappans staðfest að forráðamenn ítalska félagsins Roma hafi gert sér ferð til Lundúna til viðræðna við Tottenham útaf framherjanum sem var keyptur á 13,8 milljónir frá Spartak Moskvu í lok sumars árið 2008.

„Það er rétt að Roma hefur mikinn áhuga á Roman og við skulum sjá hvað gerist í þeim málum á næstu vikum en það eru fleiri félög einnig í myndinni. Roman hefur annars áhuga á að fara til Roma," segir umboðsmaðurinn Oliver Wendt í samtali við breska fjölmiðla í dag.

Roma hefur átt erfitt uppdráttar til þessa í ítölsku úrvalsdeildinni og er sem stendur í 13. sæti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×