Innlent

Þiggur ekki biðlaun

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson hefur tilkynnt ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins að hann afsali sér rétti til biðlauna ráðherra. Björgvin tilkynnti um afsögn sína sem viðskiptaráðherra á fundi með blaðamönnum áðan.


Tengdar fréttir

Björgvin boðar til blaðamannafundar

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu og er búist við tíðindum sem tengjast framhaldi stjórnarsamstarfsins. Háværar raddir hafa verið allt frá bankahruninu í haust að Björgvin viki sem ráðherra bankamála og forystumenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins færu sömuleiðis. Líklegt þykir að einhver tíðindi af þessu tagi verði kynnt í dag.

Ríkisstjórnin er að bregðast við þrýstingi

,,Þetta er afleiðing af þeim mikla þrýstingi sem til er orðinn í samfélaginu um meiriháttar uppstokkun í stjórnsýslunni og kröfuna um lýðræðislegt uppgjör með kosningum. Ríkisstjórnin er að drattast til að stíga skref sem hún hefði átt að vera búinn að fyrir löngu síðan," segir Ögmundur Jónssonar, þingflokksformaður Vinstri grænna, um afsögn Björgvins G. Sigurðssonar.

Björgvin, Jónas og stjórn FME láta af störfum

Björgvin G. Sigurðsson hefur sent Geir H. Haarde, forsætisráðherra, bréf þar sem hann biðst lausnar sem viðskiptaráðherra. Björgvin greindi frá þessu á fundi með blaðamönnum. Jafnframt tilkynnti hann að Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og stjórn Fjármálaeftirlitsins láti af störfum.

Afsögn Björgvins kemur 3 mánuðum of seint

Eygló Harðardóttir, þingmaður og ritari Framsóknarflokksins, segir að afsögn Björgvins G. Sigurðssonar sem viðskiptaráðherra komi alltof seint.

Allir flokkar axli ábyrgð - vill þjóðstjórn

,,Þó fyrr hefði verið," segir Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins aðspurður um afsögn Björgvins G. Sigurðssonar og stjórnenda Fjármálaeftirlitsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×