Enski boltinn

Torres ekki með um helgina

Fernando Torres í leik með Liverpool.
Fernando Torres í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Fernando Torres mun ekki spila með Liverpool gegn Manchester City um helgina þar sem hann á enn við meiðsli að stríða.

Torres hefur átt við nárameiðsli að stríða og missti til að mynda af landsleik Spánar og Argentínu um helgina.

Hins vegar eru forráðamenn Liverpool vongóðir um að þeir Steven Gerrard, Glen Johnson og Daniel Agger verði allir klárir í slaginn um helgina.

Þá nefbrotnaði David N'Gog í leik með U-21 landsliði Frakklands um helgina en Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var einnig vongóður um að hann gæti spilað.

Þá sagði Benitez einnig að meiðsli þeirra Yossi Benayoun og Albert Riera eru ekki jafn alvarlega og í fyrstu var óttast en þeir meiddur báðir í leik Liverpool gegn Birmingham í síðustu viku.

„Við vorum búnir að ræða um að þeir yrðu frá í fjórar vikur en þeir hafa verið duglegir í sjúkraþjálfuninni. Það gæti vel verið að þeir verði ekki svo lengi frá."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×