Lífið

Ingó gefur út jólalag

Jólabarn Ingó sendir frá sér hefðbundið jólalag á næstunni.
fréttablaðið/Stefán
Jólabarn Ingó sendir frá sér hefðbundið jólalag á næstunni. fréttablaðið/Stefán

„Lagið er algjörlega hefðbundið. Fyrsta hefðbundna lagið sem ég sem,“ segir Ingólfur Þórarinsson – betur þekktur sem Ingó Veðurguð.

Ingó sendir frá sér lagið Jólakrakkar fyrir jólin, en vefsíðan Monitor.is greindi frá þessu í vikunni. Hann segir allar jólaklisjurnar fá að njóta sín í laginu. „Allar jólaklisjurnar eru þarna í einum kór og allir hressir. Jólasnjór og ekkert vesen,“ segir Ingó, sem var staddur á Austfjörðum í miðri hringferð þegar Fréttablaðið náði á hann. „Það eru jólahljóðfæri, smá bjöllur og svo mætir jólasveinn og tekur bakraddir.“

Ingó segist vera jólabarn, en þrátt fyrir það var aldrei ætlunin að senda frá sér jólalag. „Ég ætlaði aldrei að gera jólalag. Svo bað Húsasmiðjan um stutt stef og ég sagði já og ákvað að klára lagið fyrst ég var mættur í stúdíóið,“ segir hann. „Nú er það tilbúið og það er alveg eins hægt að setja það í spilun fyrir jól.“

- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.