Fráleitt að ráðherra hafi afþakkað milljarða 9. október 2009 15:11 Svandís Svavarsdóttir. Fullyrðingar um að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afþakki 15 milljarða króna loftslagskvóta eru fráleitar og algerlega úr lausu lofti gripnar að sögn umverfisráðuneytisins. Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hélt því fram á Alþingi á dögunum að með því að óska ekki eftir undanþágu frá Kyoto bókuninni svokölluðu hafi Svandís afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar einum fimmtán milljörðum króna. „Ísland sé þegar aðili að viðskiptakerfi ESB og frá og með 1. janúar 2013 mun nærri helmingur losunar Íslands falla undir það samkvæmt ákvæðum EES-samningsins, þar á meðal öll losun frá stóriðju," segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. „Það liggur því fyrir að stóriðja á Íslandi á að búa við sömu skilyrði og stóriðja annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu." „Það þýðir að færa verður losunarheimildir íslenskra stóriðjufyrirtækja úr undanþáguákvæði í Kýótó-bókuninni yfir í evrópska viðskiptakerfið, en ekki að Kýótó-heimildir Íslands falli niður," segir ennfremur og er því bætt við að Ísland eigi nú í viðræðum við ESB um tæknilega útfærslu á þessum flutningi. Ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki „Flutningur losunarheimilda íslenskra stóriðjufyrirtækja úr núverandi undanþáguákvæði yfir í evrópska viðskiptakerfið mun ekki hafa neinn kostnað í för með sér. Niðurfelling íslenska ákvæðisins samhliða niðurstöðu um flutning heimilda mun hins vegar opna ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, sem gætu þá óhindrað tekið þátt í viðskiptakerfi ESB, þar sem loftslagsvæn fyrirtæki standa betur að vígi en hin," segir einnig. Ákvörðun 14/CP.7, eða íslenska ákvæðið svokallaða, kemur hins vegar í veg fyrir að Ísland geti selt losunarheimildir. „Þannig er um mikilvægt framfaraskref að ræða fyrir ímynd Íslands, íslenskt atvinnulíf og stöðu umhverfismála," segir að lokum. Tengdar fréttir Segir Svandísi afþakka 15 milljarða Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lýsti því yfir í morgun að hún ætlaði ekki að sækja um undanþágur frá Kyoto-bókuninni fyrir mengandi stóriðju. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að þar með hafi umhverfisráðherra afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar fimmtán milljarða króna verðmætum. 9. október 2009 10:33 Engin undanþága í boði fyrir Ísland Frá og með árinu 2013 mun losun gróðurhúsalofttegunda vegna álframleiðslu falla undir tilskipun ESB um viðskipti með gróðurhúsalofttegundir. Sérstök undanþága fyrir Ísland verður því ekki í boði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. 9. október 2009 14:43 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Fullyrðingar um að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afþakki 15 milljarða króna loftslagskvóta eru fráleitar og algerlega úr lausu lofti gripnar að sögn umverfisráðuneytisins. Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hélt því fram á Alþingi á dögunum að með því að óska ekki eftir undanþágu frá Kyoto bókuninni svokölluðu hafi Svandís afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar einum fimmtán milljörðum króna. „Ísland sé þegar aðili að viðskiptakerfi ESB og frá og með 1. janúar 2013 mun nærri helmingur losunar Íslands falla undir það samkvæmt ákvæðum EES-samningsins, þar á meðal öll losun frá stóriðju," segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. „Það liggur því fyrir að stóriðja á Íslandi á að búa við sömu skilyrði og stóriðja annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu." „Það þýðir að færa verður losunarheimildir íslenskra stóriðjufyrirtækja úr undanþáguákvæði í Kýótó-bókuninni yfir í evrópska viðskiptakerfið, en ekki að Kýótó-heimildir Íslands falli niður," segir ennfremur og er því bætt við að Ísland eigi nú í viðræðum við ESB um tæknilega útfærslu á þessum flutningi. Ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki „Flutningur losunarheimilda íslenskra stóriðjufyrirtækja úr núverandi undanþáguákvæði yfir í evrópska viðskiptakerfið mun ekki hafa neinn kostnað í för með sér. Niðurfelling íslenska ákvæðisins samhliða niðurstöðu um flutning heimilda mun hins vegar opna ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, sem gætu þá óhindrað tekið þátt í viðskiptakerfi ESB, þar sem loftslagsvæn fyrirtæki standa betur að vígi en hin," segir einnig. Ákvörðun 14/CP.7, eða íslenska ákvæðið svokallaða, kemur hins vegar í veg fyrir að Ísland geti selt losunarheimildir. „Þannig er um mikilvægt framfaraskref að ræða fyrir ímynd Íslands, íslenskt atvinnulíf og stöðu umhverfismála," segir að lokum.
Tengdar fréttir Segir Svandísi afþakka 15 milljarða Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lýsti því yfir í morgun að hún ætlaði ekki að sækja um undanþágur frá Kyoto-bókuninni fyrir mengandi stóriðju. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að þar með hafi umhverfisráðherra afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar fimmtán milljarða króna verðmætum. 9. október 2009 10:33 Engin undanþága í boði fyrir Ísland Frá og með árinu 2013 mun losun gróðurhúsalofttegunda vegna álframleiðslu falla undir tilskipun ESB um viðskipti með gróðurhúsalofttegundir. Sérstök undanþága fyrir Ísland verður því ekki í boði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. 9. október 2009 14:43 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Segir Svandísi afþakka 15 milljarða Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lýsti því yfir í morgun að hún ætlaði ekki að sækja um undanþágur frá Kyoto-bókuninni fyrir mengandi stóriðju. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að þar með hafi umhverfisráðherra afsalað sér fyrir hönd þjóðarinnar fimmtán milljarða króna verðmætum. 9. október 2009 10:33
Engin undanþága í boði fyrir Ísland Frá og með árinu 2013 mun losun gróðurhúsalofttegunda vegna álframleiðslu falla undir tilskipun ESB um viðskipti með gróðurhúsalofttegundir. Sérstök undanþága fyrir Ísland verður því ekki í boði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. 9. október 2009 14:43