17 Formúlu 1 mót á Stöð 2 Sport 6. febrúar 2009 11:04 Ný braut í Abu Dhani mun setja svip sinn á Formúlu 1 á Stöð 2 Sport. mynd: kappakstur.is Undirbúningur fyrir væntanlegt keppnistímabil í Formúlu 1 er komiið á fulla ferð á Stöð 2 Sport. Miklar reglubreytingar FIA eiga jafna leikinn til muna og ný braut í lok ársins gæti sett sterkan svip á endasprett meistaramótsins. Úrslit í meistaramótinu hafa ráðist með eins stigs mun í lokamótinu tvö síðustu ár. Eins og frægt varð í fyrra þá tryggði Lewis Hamilton sér titilinn í síðustu beygju, síðasta móts ársins. Mikið áhorf var á Formúluna í fyrra og 28% áhorf mældist á landsvísu á lokamótið í Brasilíu. Sautján mót eru á dagskrá í ár og lokamótið verður í Abi Dhabi að þessu sinni. en fyrsta mótið í Ástrallíu í lok mars. Mikið hefur verið lagt í brautina í Abu Dhabi sem liggur m.a. um hafnarsvæði og minnir um margt á brautina í Mónakó. Brautin er sögð sú dýrasta sem smíðuð hefur verið. Ýmsir þættir verða á undan beinum útsendingum frá tímatöku og kappakstri sem verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport, auk þess sem upphitunarþættir verða fyrir tímabilið. Æfingar keppnisliða hefjast fyrir alvöru í næstu viku og mun stöðin skoða fjölmargar nýjungar sem hafa gjöbreytt keppnisbílunum í ár. Þá verður bryddað upp á tæknilegum útskýringum og ítarlegri tölfræði í þáttunum í ár. Einnig verður sett í gang keppni í ökuhermum í þáttum á fimmtudögum, sem mun ljúka með einvígi í síðasta mótinu. Sjá meira um Abu Dhabi brautina Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Undirbúningur fyrir væntanlegt keppnistímabil í Formúlu 1 er komiið á fulla ferð á Stöð 2 Sport. Miklar reglubreytingar FIA eiga jafna leikinn til muna og ný braut í lok ársins gæti sett sterkan svip á endasprett meistaramótsins. Úrslit í meistaramótinu hafa ráðist með eins stigs mun í lokamótinu tvö síðustu ár. Eins og frægt varð í fyrra þá tryggði Lewis Hamilton sér titilinn í síðustu beygju, síðasta móts ársins. Mikið áhorf var á Formúluna í fyrra og 28% áhorf mældist á landsvísu á lokamótið í Brasilíu. Sautján mót eru á dagskrá í ár og lokamótið verður í Abi Dhabi að þessu sinni. en fyrsta mótið í Ástrallíu í lok mars. Mikið hefur verið lagt í brautina í Abu Dhabi sem liggur m.a. um hafnarsvæði og minnir um margt á brautina í Mónakó. Brautin er sögð sú dýrasta sem smíðuð hefur verið. Ýmsir þættir verða á undan beinum útsendingum frá tímatöku og kappakstri sem verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport, auk þess sem upphitunarþættir verða fyrir tímabilið. Æfingar keppnisliða hefjast fyrir alvöru í næstu viku og mun stöðin skoða fjölmargar nýjungar sem hafa gjöbreytt keppnisbílunum í ár. Þá verður bryddað upp á tæknilegum útskýringum og ítarlegri tölfræði í þáttunum í ár. Einnig verður sett í gang keppni í ökuhermum í þáttum á fimmtudögum, sem mun ljúka með einvígi í síðasta mótinu. Sjá meira um Abu Dhabi brautina
Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira