Japanskir dúnkaupmenn skoða gersemar 12. júní 2009 19:07 Æðarbændur vonast til að góðæri haldist í greininni og þeir fái áfram hátt verð fyrir dúninn, þrátt fyrir kreppu í kaupendahópi ríka fólksins í heiminum, og binda vonir við komu tíu japanskra dúnkaupmanna til Íslands um helgina.Tímabil dúntekju stendur nú yfir. Bændur laða æðarkolluna að sér með því að veita henni skjól gagnvart ránfuglum og ref en hirða í staðinn dúninn sem hún reitir af sér í hreiðrið. Með þessu skapa þrjú til fjögurhundruð íslensk heimili sér hlunnindatekjur sem munar um, þar á meðal á Skarði á Skarðsströnd, en þar sækja feðgarnir Kristinn Jónsson og Hilmar Jón Kristinsson dúninn mest út í eyjar.Hilmar segir að gengið hafi vel í greininni, sérstaklega góð tíð hafi verið undanfarin ár fyrir æðarfugl, dúnninn sé góður og hann sé að skila sér vel í hreiðrin. Mjög víða sé aukning.Á Skarði er ein stærsta dúnhreinsunin en yfir eitthundrað bændur leggja þar inn dún. Þetta telst vera lúxusvara ríka fólksins útí heimi sem vill hlýjar og léttar sængur. Verðið var orðið geysihátt, yfir eitthundrað þúsund krónur kílóið og gaf í fyrra um 300 milljónir króna í gjaldeyristekjur. En svo kom kreppan.Hilmar segir að mikið verðfall hafi orðið, þrátt fyrir hátt gengi. Mikill samdráttur hafi orðið á markaðnum og kaupendur héldu að sér höndum.En nú er tíu manna sendinefnd helstu kaupenda í Japan væntanleg og Jónas Helgason í Æðey, formaður Æðarræktarfélagsins, vonast til að menn fari ekki með kílóverðið undir hundrað þúsund kallinn.Hilmar kveðst bjartsýnn og vonast til að japönsku kaupmennirnir verði jákvæðir og bjóði góð verð. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Æðarbændur vonast til að góðæri haldist í greininni og þeir fái áfram hátt verð fyrir dúninn, þrátt fyrir kreppu í kaupendahópi ríka fólksins í heiminum, og binda vonir við komu tíu japanskra dúnkaupmanna til Íslands um helgina.Tímabil dúntekju stendur nú yfir. Bændur laða æðarkolluna að sér með því að veita henni skjól gagnvart ránfuglum og ref en hirða í staðinn dúninn sem hún reitir af sér í hreiðrið. Með þessu skapa þrjú til fjögurhundruð íslensk heimili sér hlunnindatekjur sem munar um, þar á meðal á Skarði á Skarðsströnd, en þar sækja feðgarnir Kristinn Jónsson og Hilmar Jón Kristinsson dúninn mest út í eyjar.Hilmar segir að gengið hafi vel í greininni, sérstaklega góð tíð hafi verið undanfarin ár fyrir æðarfugl, dúnninn sé góður og hann sé að skila sér vel í hreiðrin. Mjög víða sé aukning.Á Skarði er ein stærsta dúnhreinsunin en yfir eitthundrað bændur leggja þar inn dún. Þetta telst vera lúxusvara ríka fólksins útí heimi sem vill hlýjar og léttar sængur. Verðið var orðið geysihátt, yfir eitthundrað þúsund krónur kílóið og gaf í fyrra um 300 milljónir króna í gjaldeyristekjur. En svo kom kreppan.Hilmar segir að mikið verðfall hafi orðið, þrátt fyrir hátt gengi. Mikill samdráttur hafi orðið á markaðnum og kaupendur héldu að sér höndum.En nú er tíu manna sendinefnd helstu kaupenda í Japan væntanleg og Jónas Helgason í Æðey, formaður Æðarræktarfélagsins, vonast til að menn fari ekki með kílóverðið undir hundrað þúsund kallinn.Hilmar kveðst bjartsýnn og vonast til að japönsku kaupmennirnir verði jákvæðir og bjóði góð verð.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira