Damien borðar baunarétt og bollur með börnunum 6. nóvember 2009 06:00 leikur á als oddi Damien Rice tók upp íslenska áhorfendur sem gætu endað á næstu plötu hans. Damien Rice er búinn að dvelja á landinu frá því á þriðjudag. Hann heimsækir leikskólann Laufásborg í dag og tekur þátt í náttúruvakningu í Ráðhúsinu. Íslenskir áhorfendur sungu með í einu laganna í opnum upptökum í Sundlauginni. „Við buðum honum í mat. Við erum með eðalkokk, þannig að hann fær rosalega gott að borða marokkóskan baunarétt og grænmetisbollur," segir Matthildur Laufey Hermannsdóttir, skólastjóri Litla kjarna á leikskólanum Laufásborg. Matthildur og krakkarnir á Laufásborg taka á móti írska tónlistarmanninum Damien Rice í hádeginu í dag. Hann er búinn að dvelja á Íslandi frá því á þriðjudag og var með opnar upptökur á nýju efni í Sundlauginni í Mosfellsbæ á miðvikudag og í gær. „Börnin syngja örugglega fyrir hann, en þá verður það eitthvað íslenskt," segir Matthildur spurð hvort börnin hafi lært lög eftir írska fagurgalann. Hann tekur gítarinn með og fær því væntanlega að leika undir í klassískum íslenskum leikskólalögum. Næst fer Rice með börnunum í Hljómskálagarðinn þar sem þau gróðursetja tuttugu plöntur í svokallaðan Laufásborgarreit. Hann endar svo í Ráðhúsinu klukkan 16 þar sem hann tekur þátt i náttúruvakningu. Damien Rice lék á als oddi í fjórum opnum upptökutörnum í Sundlauginni, hljóðverinu sem var áður í eigu Sigur Rósar. Biggi, sem ræður þar ríkjum í dag, snéri tökkunum og nálægð áhorfenda var svo mikil að fremsta röðin var aðeins nokkrum sentimetrum frá Rice. Í einu af nýju lögunum fékk hann áhorfendur til að syngja með í viðlaginu og tók hann sér góðan tíma í að kenna þeim rétta stefið. Rice var hinn alþýðlegasti og í eitt skipti leyfði hann áhorfendum að heyra upptökurnar. Ef þær koma vel út eru góðar líkur á að íslenskir áhorfendur verði í aukahlutverki á næstu plötu Rice. Engar myndatökur voru leyfðar í upptökunum, sem voru þó teknar upp á myndband. Áhorfendum var bannað að vera með síma á tónleikunum og skildu þá eftir á gömlu orgeli frammi á gangi. Sjálfur hafði Rice lítinn tíma til að vera í fríi á Íslandi, en brá sér þó í kvöldverð á Fiskfélaginu á miðvikudag. Það er spurning hvort baunarétturinn á Laufásborg slær veitingastaðnum við.atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Damien Rice er búinn að dvelja á landinu frá því á þriðjudag. Hann heimsækir leikskólann Laufásborg í dag og tekur þátt í náttúruvakningu í Ráðhúsinu. Íslenskir áhorfendur sungu með í einu laganna í opnum upptökum í Sundlauginni. „Við buðum honum í mat. Við erum með eðalkokk, þannig að hann fær rosalega gott að borða marokkóskan baunarétt og grænmetisbollur," segir Matthildur Laufey Hermannsdóttir, skólastjóri Litla kjarna á leikskólanum Laufásborg. Matthildur og krakkarnir á Laufásborg taka á móti írska tónlistarmanninum Damien Rice í hádeginu í dag. Hann er búinn að dvelja á Íslandi frá því á þriðjudag og var með opnar upptökur á nýju efni í Sundlauginni í Mosfellsbæ á miðvikudag og í gær. „Börnin syngja örugglega fyrir hann, en þá verður það eitthvað íslenskt," segir Matthildur spurð hvort börnin hafi lært lög eftir írska fagurgalann. Hann tekur gítarinn með og fær því væntanlega að leika undir í klassískum íslenskum leikskólalögum. Næst fer Rice með börnunum í Hljómskálagarðinn þar sem þau gróðursetja tuttugu plöntur í svokallaðan Laufásborgarreit. Hann endar svo í Ráðhúsinu klukkan 16 þar sem hann tekur þátt i náttúruvakningu. Damien Rice lék á als oddi í fjórum opnum upptökutörnum í Sundlauginni, hljóðverinu sem var áður í eigu Sigur Rósar. Biggi, sem ræður þar ríkjum í dag, snéri tökkunum og nálægð áhorfenda var svo mikil að fremsta röðin var aðeins nokkrum sentimetrum frá Rice. Í einu af nýju lögunum fékk hann áhorfendur til að syngja með í viðlaginu og tók hann sér góðan tíma í að kenna þeim rétta stefið. Rice var hinn alþýðlegasti og í eitt skipti leyfði hann áhorfendum að heyra upptökurnar. Ef þær koma vel út eru góðar líkur á að íslenskir áhorfendur verði í aukahlutverki á næstu plötu Rice. Engar myndatökur voru leyfðar í upptökunum, sem voru þó teknar upp á myndband. Áhorfendum var bannað að vera með síma á tónleikunum og skildu þá eftir á gömlu orgeli frammi á gangi. Sjálfur hafði Rice lítinn tíma til að vera í fríi á Íslandi, en brá sér þó í kvöldverð á Fiskfélaginu á miðvikudag. Það er spurning hvort baunarétturinn á Laufásborg slær veitingastaðnum við.atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira