Lífið

Hrædd við Mini-Me

Dólgur Verne Troyer mætti að ósekju bæta hegðun sína.
Dólgur Verne Troyer mætti að ósekju bæta hegðun sína.

Fyrrverandi kærasta leikarans Verne Troyer hefur farið fram á nálgunarbann því hún óttast að leikarinn muni ganga í skrokk á henni. Yvette Monet sagði að hún hefði fengið ógrynni af símtölum og smáskilaboðum frá Troyer þar sem hann hefði í hótunum við hana.

Hún heldur því jafnframt fram að Troyer og vinir hans gangi um vopnaðir byssum.

„Vinur hans er lögreglumaður og gengur alltaf um með byssu á sér. Ég óttast um líf mitt," var haft eftir Monet. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Troyer á í útistöðum við fyrrverandi kærustu því í fyrra kærði hann Ranae Shrider eftir að kynlífsmyndband með þeim lak til fjölmiðla. Troyer er frægastur fyrir hlutverk sitt sem Mini-Me í Austin Powers-myndunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.