Lífið

Travolta flýgur á brott

Dans- og spennumyndahetjan John Travolta var nú rétt fyrir sjö í kvöld að gera sig kláran til að fljúga af landi brott, eftir tæpa sólarhringsdvöl á Íslandi.

Hann lenti á Boeing 707 þotu sinni á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi.

Travolta er annálaður flugáhugamaður og hefur flogið þotu sinni um allan heim. Travolta mun sjálfur hafa setið undir stýri á flugvélinni, sem heitir Jett Clipper Ella í höfuðið á börnum leikarans.

Ekki er vitað hvað Hollywoodleikarinn gerði sér til skemmtunar á landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.