Sækir innblástur í kreppuna 15. október 2009 06:00 Guðmundur og Atli gera listaverk í anda popplistar. Guðmundur segist vilja segja sögu með verkum sínum.Fréttablaðið/gva Guðmundur Atlason tók aftur upp pensilinn í vor eftir langt hlé. Hann málar í popplistarstíl og hefur fengið innblástur eftir innreið kreppunnar hér á landi. Listamaðurinn Guðmundur Atlason málar verk í anda popplistarinnar og sækir innblástur í íslenskt þjóðlíf, kreppuna og búsáhaldabyltinguna. Guðmundur hóf að mála fyrir fimmtán árum í kjölfar veðmáls þar sem hann vildi sýna og sanna fyrir vini sínum að hann gæti málað í sama stíl og meistari Erró. Hann málaði sex myndir og lagði svo pensilinn á hilluna þar til hann hóf að mála aftur nú í vor. „Fyrir kreppu hafði ég rekið eigið fyrirtæki í byggingabransanum, en tveimur vikum eftir hrunið varð allt stopp og hefur ekki farið í gang aftur síðan. Ég var að íhuga að yfirgefa Ísland og fá vinnu erlendis og vildi fá meðmæli frá erlendum aðila. Ég hafði samband við mann í Bandaríkjunum, Edward Christians, forstjóra Saga Communication, til að fá meðmæli og sá hafði séð eitt verka minna á skrifstofunni í gamla daga. Hann spurði mig af hverju ég sneri mér ekki þess í stað að myndlistinni og eftir smá umhugsun ákvað ég að láta verða af því,“ útskýrir Guðmundur. Málverkin eru akrýlverk og segir Guðmundur að sér finnist best að vinna með teiknimyndastílinn því á þann hátt geti hann sagt sögu með verkum sínum. Hann er þó ekki einn að vinna verkin því hann starfar með syni sínum, Atla, sem er í þjálfun hjá Guðmundi um þessar mundir. Máverkin þykja mjög raunsæ og á einu verki þeirra feðga má sjá Gunnar Má Pétursson mótmæla á Austurvelli, en Gunnar Már er líklega þekktastur sem Helvítis Fokking Fokk-maðurinn. „Það tók okkur eina og hálfa viku að mála peysuna hans í smáatriðum og skiltið er einnig nákvæm eftirlíking af fyrirmyndinni,“ segir Guðmundur. Sýning með verkum Guðmundar og Atla verður opnuð á föstudaginn í Kaffi París við Austurstræti 14. sara@frettabladid.is Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Sjá meira
Guðmundur Atlason tók aftur upp pensilinn í vor eftir langt hlé. Hann málar í popplistarstíl og hefur fengið innblástur eftir innreið kreppunnar hér á landi. Listamaðurinn Guðmundur Atlason málar verk í anda popplistarinnar og sækir innblástur í íslenskt þjóðlíf, kreppuna og búsáhaldabyltinguna. Guðmundur hóf að mála fyrir fimmtán árum í kjölfar veðmáls þar sem hann vildi sýna og sanna fyrir vini sínum að hann gæti málað í sama stíl og meistari Erró. Hann málaði sex myndir og lagði svo pensilinn á hilluna þar til hann hóf að mála aftur nú í vor. „Fyrir kreppu hafði ég rekið eigið fyrirtæki í byggingabransanum, en tveimur vikum eftir hrunið varð allt stopp og hefur ekki farið í gang aftur síðan. Ég var að íhuga að yfirgefa Ísland og fá vinnu erlendis og vildi fá meðmæli frá erlendum aðila. Ég hafði samband við mann í Bandaríkjunum, Edward Christians, forstjóra Saga Communication, til að fá meðmæli og sá hafði séð eitt verka minna á skrifstofunni í gamla daga. Hann spurði mig af hverju ég sneri mér ekki þess í stað að myndlistinni og eftir smá umhugsun ákvað ég að láta verða af því,“ útskýrir Guðmundur. Málverkin eru akrýlverk og segir Guðmundur að sér finnist best að vinna með teiknimyndastílinn því á þann hátt geti hann sagt sögu með verkum sínum. Hann er þó ekki einn að vinna verkin því hann starfar með syni sínum, Atla, sem er í þjálfun hjá Guðmundi um þessar mundir. Máverkin þykja mjög raunsæ og á einu verki þeirra feðga má sjá Gunnar Má Pétursson mótmæla á Austurvelli, en Gunnar Már er líklega þekktastur sem Helvítis Fokking Fokk-maðurinn. „Það tók okkur eina og hálfa viku að mála peysuna hans í smáatriðum og skiltið er einnig nákvæm eftirlíking af fyrirmyndinni,“ segir Guðmundur. Sýning með verkum Guðmundar og Atla verður opnuð á föstudaginn í Kaffi París við Austurstræti 14. sara@frettabladid.is
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Sjá meira