Lífið

LeAnn flutt í hverfið

Nýr nágranni Fyrrverandi eiginkona Eddie Cibrian vill LeAnn Rimes burt úr hverfinu.
Nýr nágranni Fyrrverandi eiginkona Eddie Cibrian vill LeAnn Rimes burt úr hverfinu.

Fyrrverandi eiginkona leikarans Eddie Cibrian kvartar sáran undan nýrri kærustu hans, söngkonunni LeAnn Rimes. Brandi Glanville segir Rimes hafa sýnt mikið tillitsleysi þegar hún flutti í hverfið sem Glanville býr í ásamt börnum sínum og Cibrian, en hjónaband þeirra fór í súginn eftir að upp komst um framhjáhald Cibrians og Rimes.

„LeAnn Rimes flutti í næstu götu við mig og börnin. Hún er komin inn á mitt svæði og mér finnst það mjög óþægilegt. Mér finnst að hún hefði getað sýnt smá tillitssemi og haldið sig fjarri mér og börnunum. Það er eins og hún þrái líf mitt. Hún vill börnin. Hún vill manninn minn. Hún má fá manninn en hún fær ekki börnin mín," sagði Glanville í nýlegu blaðaviðtali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.