Lífið

Bandarískur samningur

Hljómsveitin Beneath hefur gert samning við plötufyrirtækið Mordbrann Musikk.
Hljómsveitin Beneath hefur gert samning við plötufyrirtækið Mordbrann Musikk.
Íslensku dauðarokkararnir í Beneath hafa gert samning við plötufyrirtækið Mordbrann Musikk í Kaliforníu. Samningurinn kveður á um útgáfu á fyrstu þröngskífu sveitarinnar, sem nefnist Hollow Empty Void. Hún inniheldur sex lög, þar á meðal tvö aukalög sem voru tekin upp á tíu ára afmælistónleikum Dordinguls í vor. Beneath hefur getið sér gott orð að undanförnu. Hún hitaði upp fyrir The Black Dahlia Murder á sínum fyrstu tónleikum í janúar og spilaði fyrst íslenskra hljómsveita á hinni þekktu þungarokks­hátíð Wacken Open Air í Þýskalandi í ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.