Tengdir fasteignum, fiski og fjármálum 15. apríl 2009 03:45 Flest hlutafélög sem alþingismenn tengjast beint starfa í fasteignaviðskiptum, fjármálaþjónustu eða fiskeldi og fiskveiðum samkvæmt svokallaðri ÍSAT-skráningu. Þetta kemur fram í skýrslu sem Creditinfo gerði fyrir Fréttablaðið um þátttöku þingmanna í atvinnulífinu og vitnað var til í blaðinu í gær. Samkvæmt hlutafélagaskrá tengjast alþingismenn nú 55 félögum sem stjórnarmenn, prókúruhafar eða slíkt. Í árslok 2007 tengdust hins vegar fimmtán þingmenn félögum með eignarhaldi samkvæmt upplýsingum sem Creditinfo vann upp úr ársreikningaskrá. Af félögunum 55 sem alþingismenn tengjast starfa ellefu á sviði fasteignaviðskipta, tíu í fjármálaþjónustu annarri en starfsemi tryggingarfélaga og lífeyrissjóða og níu félög starfa í fiskeldi og fiskveiðum. Á eftir þessum tegundum félaga koma sjö fyrirtæki í fræðslustarfsemi og fimm í heildverslun. Persónuvernd hefur neitað Creditinfo um leyfi til að miðla persónugreinanlegum upplýsingum sem fá má úr ársreikningaskrá. Af þeim ástæðum hefur Fréttablaðið nú óskað eftir því við þá flokka sem nú eiga fulltrúa á Alþingi að gera grein fyrir tengslum sinna þingmanna við atvinnulífið. Hjá sumum flokkanna eru talsverðar upplýsingar um þessi atriði á heimasíðum flokkanna. Þetta á við um Vinstri græna og Framsóknarflokkinn sem vísa á heimasíður sínar. Í svari frá Vinstri grænum kemur fram að skýrsla Creditinfo hafi verið unnin upp úr úreltum gögnum og þingmenn flokksins þannig sagðir tengjast fleiri félögum en efni standa til. „Hið rétta er að Álfheiður Ingadóttir er varamaður í stjórn Plássins ehf. og Árni Þór Sigurðsson er stjórnarmaður Sjóminjasafnins í Reykjavík þar sem hann gegnir stöðu varaformanns. Sjóminjasafnið er sjálfseignarstofnun. Enginn annar þingmaður gegnir störfum í stjórnum fyrirtækja," segir í svari VG þar sem því er bætt við til nánari skýringar að Atli Gíslaon sé ekki lengur endurskoðandi Friðriks A. Jónssonar ehf. og sitji ekki lengur í stjórn Friðarhúss hf. Einnig að Álfheiður Ingadóttir sé ekki lengur varamaður í stjórn Sjóminjasafnsins. Kosningar 2009 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira
Flest hlutafélög sem alþingismenn tengjast beint starfa í fasteignaviðskiptum, fjármálaþjónustu eða fiskeldi og fiskveiðum samkvæmt svokallaðri ÍSAT-skráningu. Þetta kemur fram í skýrslu sem Creditinfo gerði fyrir Fréttablaðið um þátttöku þingmanna í atvinnulífinu og vitnað var til í blaðinu í gær. Samkvæmt hlutafélagaskrá tengjast alþingismenn nú 55 félögum sem stjórnarmenn, prókúruhafar eða slíkt. Í árslok 2007 tengdust hins vegar fimmtán þingmenn félögum með eignarhaldi samkvæmt upplýsingum sem Creditinfo vann upp úr ársreikningaskrá. Af félögunum 55 sem alþingismenn tengjast starfa ellefu á sviði fasteignaviðskipta, tíu í fjármálaþjónustu annarri en starfsemi tryggingarfélaga og lífeyrissjóða og níu félög starfa í fiskeldi og fiskveiðum. Á eftir þessum tegundum félaga koma sjö fyrirtæki í fræðslustarfsemi og fimm í heildverslun. Persónuvernd hefur neitað Creditinfo um leyfi til að miðla persónugreinanlegum upplýsingum sem fá má úr ársreikningaskrá. Af þeim ástæðum hefur Fréttablaðið nú óskað eftir því við þá flokka sem nú eiga fulltrúa á Alþingi að gera grein fyrir tengslum sinna þingmanna við atvinnulífið. Hjá sumum flokkanna eru talsverðar upplýsingar um þessi atriði á heimasíðum flokkanna. Þetta á við um Vinstri græna og Framsóknarflokkinn sem vísa á heimasíður sínar. Í svari frá Vinstri grænum kemur fram að skýrsla Creditinfo hafi verið unnin upp úr úreltum gögnum og þingmenn flokksins þannig sagðir tengjast fleiri félögum en efni standa til. „Hið rétta er að Álfheiður Ingadóttir er varamaður í stjórn Plássins ehf. og Árni Þór Sigurðsson er stjórnarmaður Sjóminjasafnins í Reykjavík þar sem hann gegnir stöðu varaformanns. Sjóminjasafnið er sjálfseignarstofnun. Enginn annar þingmaður gegnir störfum í stjórnum fyrirtækja," segir í svari VG þar sem því er bætt við til nánari skýringar að Atli Gíslaon sé ekki lengur endurskoðandi Friðriks A. Jónssonar ehf. og sitji ekki lengur í stjórn Friðarhúss hf. Einnig að Álfheiður Ingadóttir sé ekki lengur varamaður í stjórn Sjóminjasafnsins.
Kosningar 2009 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira