Formúla 1

Ferrari spáir þjáningum í Bahrain

Ferrari hefur ekki átt sjéns í mótssigra á árinu á meðan Brawn og Red Bull hafa farið á kostum.
Ferrari hefur ekki átt sjéns í mótssigra á árinu á meðan Brawn og Red Bull hafa farið á kostum.

Stefano Domenicali framkvæmdarstjjóri Ferrari er ekki sérlega bjartsýnn fyrir mótið í Bahrain um helgina. Felipe Massa vann mótið í fyrra, en hann býst ekki við sigri á ný.

"Tímabilið hefur verið okkur erfitt. Við vissum að það yrði erfitt í Kína og við munum þjást í Bahrain", segir Domenicali um væntanlegt mót.

"Ég vona að það fari að rofa til eftir spænska kappaksturinn, en svo fremi að keppinautar okkar taki ekki stórstígum framförum. Við erum að vinna hörðum höndum að því að bæta okkur. Við höfum samt ekki gefist upp á titilsókninni. Það eru enn 252 stig í pottinum. Það er ekki í hugmyndafræði Ferrari að gefast upp", sagði Domenicali.

Fjallað er um vanda Ferrari í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 20.00. Þá er rætt við mótorsport verkfræðinginn Guðmund Guðmundsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×