Fótbolti

Lazio vann Inter óvænt í meistarakeppnini á Ítalíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho, þjálfari Inter.
Jose Mourinho, þjálfari Inter. Mynd/AFP

Bikarmeistarar Lazio unnu óvæntan 2-1 sigur á Inter Milan í dag í Meistarakeppninni á Ítalíu sem að þessu sinni fór fram á Ólympíuleikvanginum í Peking í Kína. Bæði mörk Lazio komu á tveggja mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks.

„Ég er fullkomlega sáttur með leik minna manna þó að ég sé mjög ósáttur með úrslitin. Ég man ekki eftir að Inter hafi spilað svona flottan fótbolta. Við vorum líka frábærir þótt að við vorum komnir 2-0 undir. Eina hræsnin væri að halda því fram að Lazio ætti sigurinn skilinn," sagði Jose Mourinho, þjálfari Inter eftir leikinn.

Brasilíumaðurinn Matuzalem og fyrirliðinn Tommaso Rocchi komu Lazio í 2-0 en Samuel Eto'o minnkaði muninn í lokin í sínum fyrsta opinbera leik með Inter-liðinu.

„Inter er líklega með betra lið en við. Til þess að vinna Inter þá þarftu að hafa heppnina með þér en við áttum samt sigurinn skilinn því okkur langaði svo mikið að vinna," sagði Davide Ballardini þjálfari Lazio.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×