Nomura tapaði meiru á íslensku bönkunum en á Madoff 28. janúar 2009 09:07 Nomura Holdings stærsta verðbréfamiðlun Japans tapaði um 50 milljörðum kr. á hruni íslensku bankanna á síðasta ári. Er þetta nokkuð meira en Nomura tapaði á ponzi-svindli Bernard Madoff fjárfestis á Wall Street. Samkvæmt uppgjöri Nomura fyrir fjórða ársfjórðung þessa árs var tap miðlunarinnar af stjarnfræðilegum stærðum. Í heildina tapaði Nomura um 450 milljörðum kr.. Af þeirri upphæð er tapið á íslensku bönkunum því rétt rúmlega 10%. Samkvæmt frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni mun tapið væntanlega leiða til þess að launa stjórnenda lækka og að einhver rekstur miðlunarinnar verður seldur frá henni til að afla lausafjár. Bloomberg reiknar þar að auki með því að fleiri verðbréfamiðlanir og fjármálafyrirtæki í Japan muni skila afleitri afkomu eftir fjórða ársfjórðung ársins er fjármálakreppan skall á með fullum þunga. Stærsta einstaka tap Nomura var á hlut miðlunarinnar í Fortress Investment Group í New York eða yfir 80 milljarðar kr.. Þá koma íslensku bankarnir og í þriðja sæti er Madoff. Nomura tapaði rúmlega 40 milljörðum kr. á Madoff. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nomura Holdings stærsta verðbréfamiðlun Japans tapaði um 50 milljörðum kr. á hruni íslensku bankanna á síðasta ári. Er þetta nokkuð meira en Nomura tapaði á ponzi-svindli Bernard Madoff fjárfestis á Wall Street. Samkvæmt uppgjöri Nomura fyrir fjórða ársfjórðung þessa árs var tap miðlunarinnar af stjarnfræðilegum stærðum. Í heildina tapaði Nomura um 450 milljörðum kr.. Af þeirri upphæð er tapið á íslensku bönkunum því rétt rúmlega 10%. Samkvæmt frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni mun tapið væntanlega leiða til þess að launa stjórnenda lækka og að einhver rekstur miðlunarinnar verður seldur frá henni til að afla lausafjár. Bloomberg reiknar þar að auki með því að fleiri verðbréfamiðlanir og fjármálafyrirtæki í Japan muni skila afleitri afkomu eftir fjórða ársfjórðung ársins er fjármálakreppan skall á með fullum þunga. Stærsta einstaka tap Nomura var á hlut miðlunarinnar í Fortress Investment Group í New York eða yfir 80 milljarðar kr.. Þá koma íslensku bankarnir og í þriðja sæti er Madoff. Nomura tapaði rúmlega 40 milljörðum kr. á Madoff.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira