Enski boltinn

Heiðar og Gylfi Þór í liði helgarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heiðar Helguson.
Heiðar Helguson. Mynd/Stefán

Tveir íslenskir leikmenn voru valdir í lið vikunnar í ensku B-deildinni en valið var tilkynnt á heimasíðu deildarinnar í kvöld. Þetta eru þeir Heiðar Helguson hjá Watford og Gylfi Þór Sigurðsson hjá Reading.

Gylfi er á miðri miðjunni í liðinu en Heiðar er frammi ásamt Henri Camara hjá Sheffield United.

Gylfi átti mjög góðan leik með Reading þegar liðið vann 2-1 sigur á Blackpool en hann skoraði fyrra mark liðsins í leiknum. Heiðar skoraði tvö fyrstu mörkin í 3-0 sigri Watford á Scunthorpe United.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×