Lífið

Egill og Páll með Furstum

Geir Ólafsson og André Bachmann spila á Kringlukránni í nóvember.
fréttablaðið/valli
Geir Ólafsson og André Bachmann spila á Kringlukránni í nóvember. fréttablaðið/valli

Hljómsveitin Furstarnir með Geir Ólafsson í fararbroddi heldur sína árlegu tónleika á Kringlukránni 6. og 7. nóvember. Aðrir söngvarar auk Geirs verða þau Ólafur Gaukur, Svanhildur Jakobs­dóttir, André Bachmann, Egill Ólafsson og Páll Rósinkrans.

„Þetta er í fyrsta skipti sem þeir eru með okkur þarna. Það er mikill heiður að hafa þá,“ segir Geir um þá Egil og Pál. Geir er sjálfur að undirbúa nýja dúettaplötu þar sem eingöngu konur munu syngja með honum, þar á meðal Móeiður Júníus­dóttir. Upptökur hefjast í nóvember og verður platan tilbúin næsta vor. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.