Rímaði við andrúmsloftið 9. nóvember 2009 02:30 Stefán og Snorri í Smárabíói þar sem boðið var upp á forhlustun á nýju plötunni í sjálfum lúxussalnum. fréttablaðið/valli Snorri Björnsson, fimmtán ára áhugaljósmyndari, á vetrarljósmyndina sem prýðir umslag sólóplötu Stefáns Hilmarssonar, Húm (söngvar um ástina og lífið), sem er væntanleg í búðir. Stefán, sem er kunningi fjölskyldu Snorra, kom auga á myndina á ljósmyndasíðunni Flickr og heillaðist undir eins af henni. „Hún rímaði svolítið vel við andrúmsloftið sem er á plötunni,“ segir hann. Fyrir síðustu jól efndi Fréttablaðið til könnunar um besta og versta plötuumslagið og var umslag jólaplötu Stefáns, Ein handa þér, valið það versta. „Mitt þótti ekkert sérstaklega frumlegt,“ rifjar Stefán upp og hlær. Hann vill ekki meina að slæmu dómarnir hafi fengið hann til að feta nýjar slóðir fyrir þessi jól. „Ég get ekki sagt að það hafi haft úrslitaáhrif. Platan er í rólegri kantinum en samt eru þetta engar vögguvísur. Svo er farið að rökkva á þessum tíma og ég var búinn að ákveða fyrirfram að platan ætti að heita annaðhvort Húm eða Rökkur,“ segir hann. „Svo varð þessi mynd á vegi mínum og ég talaði við Snorra og hann var alveg til í að lána mér hana.“ En gerir hann sér von um sigur í næstu Fréttablaðskönnun? „Ég geri mér engar vonir um það en við sjáum bara hvað setur. Ég er bara ánægður með þessa mynd og ekki síður ánægður með plötuna.“ Stefán byrjaði að undirbúa hana í fyrra áður en hann réðst í gerð jólaplötunnar. Á þessu ári byrjaði hann að safna til sín lögum og leitaði til helstu lagasmiða þjóðarinnar, þar á meðal Gunnars Þórðarsonar, Magnúsar Þórs Sigmundssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. „Ég var með 35 til 40 laga bunka sem ég vann úr. Útgangspunkturinn var að þetta yrðu frábær lög hvert og eitt og mér finnst það hafa tekist, en auðvitað þykir hverjum sinn fugl fagur.“ Stefán er sjálfur aðaltextahöfundur plötunnar auk þess sem Jóhann G., Aðalsteinn Ásbjörn Sigurðsson og Friðrik Sturluson koma þar við sögu. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Snorri Björnsson, fimmtán ára áhugaljósmyndari, á vetrarljósmyndina sem prýðir umslag sólóplötu Stefáns Hilmarssonar, Húm (söngvar um ástina og lífið), sem er væntanleg í búðir. Stefán, sem er kunningi fjölskyldu Snorra, kom auga á myndina á ljósmyndasíðunni Flickr og heillaðist undir eins af henni. „Hún rímaði svolítið vel við andrúmsloftið sem er á plötunni,“ segir hann. Fyrir síðustu jól efndi Fréttablaðið til könnunar um besta og versta plötuumslagið og var umslag jólaplötu Stefáns, Ein handa þér, valið það versta. „Mitt þótti ekkert sérstaklega frumlegt,“ rifjar Stefán upp og hlær. Hann vill ekki meina að slæmu dómarnir hafi fengið hann til að feta nýjar slóðir fyrir þessi jól. „Ég get ekki sagt að það hafi haft úrslitaáhrif. Platan er í rólegri kantinum en samt eru þetta engar vögguvísur. Svo er farið að rökkva á þessum tíma og ég var búinn að ákveða fyrirfram að platan ætti að heita annaðhvort Húm eða Rökkur,“ segir hann. „Svo varð þessi mynd á vegi mínum og ég talaði við Snorra og hann var alveg til í að lána mér hana.“ En gerir hann sér von um sigur í næstu Fréttablaðskönnun? „Ég geri mér engar vonir um það en við sjáum bara hvað setur. Ég er bara ánægður með þessa mynd og ekki síður ánægður með plötuna.“ Stefán byrjaði að undirbúa hana í fyrra áður en hann réðst í gerð jólaplötunnar. Á þessu ári byrjaði hann að safna til sín lögum og leitaði til helstu lagasmiða þjóðarinnar, þar á meðal Gunnars Þórðarsonar, Magnúsar Þórs Sigmundssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. „Ég var með 35 til 40 laga bunka sem ég vann úr. Útgangspunkturinn var að þetta yrðu frábær lög hvert og eitt og mér finnst það hafa tekist, en auðvitað þykir hverjum sinn fugl fagur.“ Stefán er sjálfur aðaltextahöfundur plötunnar auk þess sem Jóhann G., Aðalsteinn Ásbjörn Sigurðsson og Friðrik Sturluson koma þar við sögu. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira