Enski boltinn

Titilbaráttan verður á milli okkar og Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, býst við því að á endanum muni aðeins Man. Utd og Chelsea berjast um enska meistaratitilinn á þessari leiktíð.

Það munar aðeins tíu stigum á efsta liðinu í dag og liðinu í sjötta sæti og Arsenal getur minnkað forskot Chelsea í aðeins eitt stig vinni liði leikina sem það á inni.

„Ég veit það lítur ekki út fyrir það núna en sagan segir okkur að á endanum muni tvö lið skera sig frá fjöldanum. Chelsea er aðalkeppinauturinn því liðið hefur mikla reynslu eins og við," sagði Ferguson sem hefur augljóslega ekki miklar áhyggjur af Arsenal.

United er fimm stigum á eftir Chelsea í dag og hefur þess utan aðeins fengið einu stigi minna en á sama tíma í fyrra en þá varð liðið meistari þriðja árið í röð.

„Fyrir tímabilið leit ég á Chelsea sem aðalkeppinaut okkar og það hefur ekkert breyst. Ekkert lið hefur þess utan komist á almennilega siglingu í vetur."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×