Fótbolti

Pirlo blæs á sögusagnirnar um Chelsea

Ómar Þorgeirsson skrifar
Andrea Pirlo.
Andrea Pirlo. Nordic photos/Getty images

Miðjumaðurinn Andrea Pirlo er á meðal þeirra leikmanna AC Milan sem undanfarið hafa verið sterklega orðir við endurfundi við fyrrum þjálfara sinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea.

Raunar var haft eftir Pirlo í írska dagblaðinu Independent að hann hefði mikinn áhuga á að fara til Chelsea.

Ítalski landsliðsmaðurinn hefur nú hins vegar neitað því að hafa sagt nokkuð slíkt og kveðst ekkert kannast við að hafa talað við írska Independent.

„Ég hef ekkert tjáð mig við fjölmiðla um framtíð mína hjá AC Milan eða sögusagnirnar um Chelsea. Ég kannast því ekkert við þessi ummæli sem þetta írska blað hefur eftir mér. Þetta eru bara lygar," segir Pirlo í samtali við opinbera heimasíðu AC Milan.

Forráðamenn AC Milan hafa þegar lýst því yfir að Pirlo og Pato séu ekki til sölu og því verði þeir áfram hjá AC Milan. Sögusagnir um Gennaro Gattuso og Clarence Seedorf halda þó áfram og ekki loku fyrir það skotið að þeir félagar séu á förum frá ítalska félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×