Hamilton vonast til að ná forystu 26. júlí 2009 08:57 Lewis Hamilton hefur trú á því að hann geti náð fyrsta sæti eftir fyrstu beygju í ræsingunni í Búdapest í dag. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton er fjórði á ráslínu fyrir kappaksturinn í Búdapest í dag. Hann kveðst vonast eftir að ná forystu, þar sem hann er með KERS búnað í bílnum sem gefur honum 80 auka hestöfl umfram þrjá fremstu ökumennina. Fernando Alonso, Sebastian Vettel og Mark Webber eru fremstir, en forystumaður stigamótsins, Jenson Button er áttundi á ráslínu á braut sem erfitt er að fara framúr á. "Síðasti hringurinn minn í tímatökum var ekki nógu góður. Ég hefði kannski getað náð enn framar með betri hring. Fjórða sætið er góður árangur og gott að keppa á toppnum á ný. Ég er með aukaafl sem ég ætla að nýta mér til að reyna komast í fyrsta sæti í ræsingunni", sagði Hamilton um keppni dagsins. Bein útsending er frá kappakstrinum á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í dag og í upphitun verður farið yfir slys sem henti Felipe Massa í tímatökum í gær. Hann liggur höfuðkúpubrotinn á spítala í Búdapest.Sjá brautarlýsingu og rásröð Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton er fjórði á ráslínu fyrir kappaksturinn í Búdapest í dag. Hann kveðst vonast eftir að ná forystu, þar sem hann er með KERS búnað í bílnum sem gefur honum 80 auka hestöfl umfram þrjá fremstu ökumennina. Fernando Alonso, Sebastian Vettel og Mark Webber eru fremstir, en forystumaður stigamótsins, Jenson Button er áttundi á ráslínu á braut sem erfitt er að fara framúr á. "Síðasti hringurinn minn í tímatökum var ekki nógu góður. Ég hefði kannski getað náð enn framar með betri hring. Fjórða sætið er góður árangur og gott að keppa á toppnum á ný. Ég er með aukaafl sem ég ætla að nýta mér til að reyna komast í fyrsta sæti í ræsingunni", sagði Hamilton um keppni dagsins. Bein útsending er frá kappakstrinum á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í dag og í upphitun verður farið yfir slys sem henti Felipe Massa í tímatökum í gær. Hann liggur höfuðkúpubrotinn á spítala í Búdapest.Sjá brautarlýsingu og rásröð
Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira