Fótbolti

Ferguson enn og aftur reiður við dómarann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, verður seint þreyttur á að gagnrýna dómara og hann gagnrýndi dómarann enn eina ferðina eftir 3-3 jafntefli United og CSKA Moskva.

Ferguson var brjálaður yfir því að Olegario Benquerenca hefði ekki gefið liði sínu víti í leiknum í kvöld. Fletcher var þá tekinn niður í teignum, ekkert dæmt en Fletcher fékk að líta gula spjaldið.

„Ég bara trúi þessu ekki. Þetta var ótrúleg ákvörðun. Ein sú versta sem ég hef séð á minni ævi," sagði Ferguson en honum var heitt í hamsi. Hann hafði reyndar heilmikið til síns máls að þessu sinni.

United náði í jafnteflið og það kom liðinu áfram í næstu umferð keppninnar.

„Ég þarf tíu mínútur til þess að hugsa aðeins um þennan endi. Markvörðurinn þeirra varði oft á tíðum ótrúlega. Mér fannst hraðinn í okkar leik og þá sérstaklega síðustu 25 mínúturnar vera frábær."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×