Lífið

Sá ekki haka­-krossinn

Taylor Swift vissi ekki af hakakrossinum á skyrtu veislugestsins.
Taylor Swift vissi ekki af hakakrossinum á skyrtu veislugestsins.

Ljósmynd af hinni ungu söngkonu Taylor Swift hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bandaríkjunum. Myndin var tekin í afmælisveislu söngkonunnar Kate Perry og á henni má sjá Swift og ungan pilt brosa fallega framan í ljósmyndarann. Það sem vekur athygli er að pilturinn klæðist skyrtu og er búið að mála stærðarinnar hakakross á hana að framanverðu.

Hakakrossinn hefur farið fyrir brjóstið á mörgum Bandaríkjamönnum af gyðingaættum. Talsmaður Swift sagði að söngkonan hefði ekki haft hugmynd um hakakrossinn á skyrtunni.

„Það voru teknar yfir hundrað myndir af Taylor þetta kvöld. Hún þekkir ekki þennan pilt og áttaði sig ekki á tákninu sem búið var að mála á skyrtuna hans,“ sagði talsmaður söngkonunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.