Sport

Agassi viðurkennir notkun metamfetamíns - laug sig út úr vandræðum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Andre Agassi.
Andre Agassi. Nordic photos/AFP

Tenniskappinn Andre Agassi, sem lagði tennisspaðann á hillunna árið 2006, viðurkennir í nýrri ævisögu sinni að hafa notað eiturlyfið metamfetamín.

Agassi vann átta „grand slam" mót á farsælum ferli sínum en árið 1997 féll hann á lyfjaprófi sem alþjóða tennissambandið stóð fyrir og mun það hafa verið út af notkun Agassi á umræddu fíkniefni.

Agassi náði hins vegar að ljúga sig út úr vandræðum við yfirheyrslur vegna málsins með því að segja honum hefði verið byrlað lyfið í gosdrykk sem hann drakk. Agassi var tekinn trúarlegur og málinu var vísað frá en hann átti yfir höfði sér margra mánaða keppnisbann ef hann yrði dæmdur sekur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×