Lífið

Helgi Seljan kynnir grínið

Engir 101. Hipsterar Mið-Ísland vill líka grínast fyrir flíspeysuliðið.
fréttablaðið/valli
Engir 101. Hipsterar Mið-Ísland vill líka grínast fyrir flíspeysuliðið. fréttablaðið/valli

Grínhópurinn Mið-Ísland stendur fyrir ókeypis skemmtun á Batteríinu (áður Organ) annað kvöld kl. 21.30. Í hópnum eru Ari Eldjárn, Jóhann Alfreð, Dóri DNA, Bergur Ebbi og Árni Vilhjálmsson. Sjónvarpsmaðurinn og verðandi Akureyringurinn Helgi Seljan var munstraður til að vera kynnir á kvöldinu.

„Ég hitti hann baksviðs eftir einhverja tónleika um daginn og við drukkum vodka af stút og sögðum karlmannlega hluti, en mér leið raunverulega eins og rækju og lyppaðist út og hakkaðist í leigubílnum heim,“ segir Bergur Ebbi. Hann þurfti að herða sig mikið upp áður en hann þorði að hringja í Helga. „Jú, hann virkar svo harður í sjónvarpinu og er nokkuð röff týpa. En Helgi tók frábærlega í þetta og er farinn að bryðja haltu-kjafti brjóstsykur í gríð og erg til að hafa kjálka vélbyssukjaftsins í toppformi á fimmtudaginn.“

Ástæðan fyrir því að Mið-Ísland vildi fá Helga til að kynna er einföld. „Við höfum engan áhuga á að presentera okkur sem einhverja 101 hipstera sem halda kaldhæðin „grínkvöld“ á börum bæjarins. Við viljum segja grín fyrir alþýðuna. Hipsterana og flíspeysuliðið í bland og Helgi er þannig „heads on“ gæi sem hristir upp í báðum hópunum.“ - drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.