Lífið

Hannar kjóla á litlar stúlkur

Birta Björnsdóttir hannar kjóla á litlar stelpur og selur í Júníform. Sjálf á hún sjö mánaða gamla dóttur.
Birta Björnsdóttir hannar kjóla á litlar stelpur og selur í Júníform. Sjálf á hún sjö mánaða gamla dóttur.

„Ég eignaðist litla stelpu fyrir sjö mánuðum þannig að það var bara tímaspursmál hvenær ég færi að sauma litla kjóla á stelpur," segir Birta Björnsdóttir, fatahönnuður og eigandi tískuvöruverslunarinnar Júniform. Hún hefur nú hafist handa við að hanna og sauma kjóla fyrir litlar stelpur og auglýsti þá á Fésbókarsíðu verslunarinnar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og segist Birta hafa fengið fjölda fyrirspurna frá viðskiptavinum.

„Það varð allt vitlaust og búðin fylltist strax daginn eftir. Ég er aðeins með föt á þriggja til tólf mánaða gamlar stelpur og margir voru að forvitnast um hvort fleiri stærðir væru í vændum. Eins og er anna ég vart eftirspurn og ég held að ég verði bara að finna auka manneskju til að sjá um saumaskapinn eigi ég að anna þessu."

Auk kjólanna saumar Birta einnig litlar ullar­peysur úr íslenskri ull og leggur mikið upp úr því að efnin séu mjúk og þægileg. „Ég passa mig að hafa kjólana þægilega og litríka og þeir líkjast ekki því sem ég hef hannað á konurnar. Það gengur ekki upp að klæða litla stelpu eins og þrítuga konu."- sm










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.