Formúla 1

Barist til sigurs í Barcelona

Ross Brawn ræðir málin við Jenson Button og Rubens Barrichello sem hafa forystu í stigamótinu.
Ross Brawn ræðir málin við Jenson Button og Rubens Barrichello sem hafa forystu í stigamótinu.
Jenson Button á Brawn bíl er fremstur á ráslínu í Formúlu 1 kappaksrinum í Barcelona í dag. Ross Brawn eigandi liðsins egir liðið verði að halda vöku sinni, þó það sé efst í stigamótinu.

"Eðli Formúlu 1 er þannig að keppnislið taka sífelldum framfaraskrefum. Við vorum svo lánsamir að byrja vel og nú er keppikefli allra að leggja okkur að velli. Það er mikið gleðiefni að við erum fremstir á Barcelona brautinni, því það segir allt um gæði bílanna. En keppinautarnir hafa náð okkur og munu fara framúr í einhverjum mótum sem framundan eru", sagði Brawn.

Brawn bílar eru í fyrsta og þriðja sæti á ráslínu í dag, en kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11:30 í dag.

"Button er í fantaform og það hvetur hann til dáða að vera efstur í stigamótinu. Hann var ekki eins sprækur í fyrra og var alltaf að lenda í árekstri. Hann var ólíkur sjálfum sér. Núna er hann einbeittur. Við vorum mjög heppnir að ná besta tíma í tímatökunni, það munaði bara 2 sekúndum að Button gæti ekið lokahringinn vegna misskilnings varðandi annan keppanda í brautinni. En Button sneri á alla á síðustu stundu", sagði Brawn.

Sjá rásröð og bensínþynd keppnisbílanna






Fleiri fréttir

Sjá meira


×