Viðskipti erlent

Góðgerðarsamtökum en ekki almenningi verði bættur skaðinn

John McFall, formaður fjárlaganefndar neðri deildar breska þingsins.
John McFall, formaður fjárlaganefndar neðri deildar breska þingsins.
Fjárlaganefnd neðri deildar breska þingsins leggur til að góðgerðarfélögum verði bættar innistæður sem töpuðust í bankahruninu á Íslandi í haust en ekki almenningi og bæjarfélögum og opinberum aðilum. Fjölmargir þar á meðal eftirlaunaþegar misstu sparifé sitt í hruninu.

Nefndin telur að það eigi ekki að koma í hlut skattgreiðenda að bæta einstaklingum og opinberum aðilum tap viðkomandi í kjölfar falls dótturfélaga Landsbankans og Kaupþings á Bretlandi.

John McFall, formaður fjárlaganefndar neðri deildar breska þingsins, segir að nefndinni hafi borist fjölmörg bréf og áskorarnir frá almenningi, meðal annars frá einstaklingum sem margir hverjir töpuðu miklu. McFall segir engu að síður hafi nefndin komist einróma að þeirri niðurstöðu að einungis væri hægt að bæta góðgerðarsamtökum skaðann sem þau urðu fyrir þegar að bankarnir hrundu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×